Færsluflokkur: Vísindi og fræði

LSD

Albert Hofmann [11.01.1906-29.04.2008], faðir LSD-sins er allur, 102 ára að aldri. Hann hefur farið á síðasta trippið og er floginn handan alls hugsanlegs og óhugsanlegs. Hann er gersamlega "off", "gone with the winds", "blasted". Hann hefur sannarlega tekið "pokann" sinn og hafið sig upp á heimagerðum vængjum dauðans. 

Það er erfitt að hugsa til þessa manns með sérstöku þakklæti, en auðvitað var það ekki hann sem þvingaði fólk að taka þá ólyfjan sem hann fann upp, þó í verulega mildari formi en síðar varð.

Ítarlegar:  http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=148&a=765735

RIP


Femínistar allra landa...

Sit sveittur við hérna heima og reyni að brjóta til mergjar kenningar hinna ýmsu skörunga kvennafræðanna. Þetta er ekki létt verk, en ég er vel búinn till starfans; þrír vasaklútar, þunglyndislyf og gemsinn með innslegnu neyðarnúmerinu 112.  Hefur dagurin verið helgaður samanburðargreiningu á grein Judith Butler Performative Acts and Gender Constitution: An Essay in Phenomenology and Feminist Theory  og sjálfsmyndarverufræði kvenna 19. og 20. öld og hvernig sú mynd hefur breyst í samþróun menningar, lífsgæða, réttindabaráttu og þess þekkingarumhverfis við lifum og hrærumst í, þ.e.a.s. nútímans. Hef ég haft til samnburðar áhugaverða bók Susan Bordo Unbearable Weight sem fjallar mest um hvernig léleg sjálfsmynd kvenna hefur orðið til þess að þær hafa ánetjast tískustraumum, neyslu fegrunarvara og brenglaðri sjálfsmynd (skapaðri af fólki sem hefur enga einustu vitneskju eða vit á þörfum kvenna).  Þessi fróðleikur hefur svo leitt huga minn að kroppinum. Jorun Solheim hefur skrifað bókina Den öppna kroppen - um táknfræði kvenlíkamans og hvernig konur sjá líkama sinn sem "symbol".  Því miður fyrir snúna, verpta og illa skaðaða sjálfsmynd sína. Konur eru alltaf að reyna þóknast öðrum, líta vel út fyrir aðra, sem vita svo ekki einusinni sjálfir hvað þeir vilja (karlmenn).  Svo bara til að æsa mig í umræðuna las ég til gamans bók Mary F Rogers Barbie Culture.  Eftir lestur þeirrar bókar er ég einbeittur í þeirri hugsun minni að brenna ætti allar Barbie-dúkkur heimsins, ef það myndi ekki skapa svo miklar eiturgufur sem raun myndi bera vittni um. Eiturgufurnar myndu sennilega orsakast mest af þeirri staðreynd að Barbie er gerð úr plasti, en stór hluti gufanna orsakaðist af ILLSKU hennar.  Nóg um það í bili.  Hef verið að góna á prófverkefnið, verkefni sem skila á á morgun. Þetta er tölvugerðar myndir af þremur "konum". Höfundurinn heitir Inez van Lamsweerdes og kallast þessi þriggja mynda seria: Thank you Thighmaster:    http://www.medienkunstnetz.de/works/thank-you-tighmaster/   Athyglivert ekki satt?   Jæja, best að fleygja sér í bælið og vakna í staðinn snemma og halda áfram með sálsjúku, áhrifagjörnu, sjálfsmyndarbrengluðu, viðurkenningarleitandi konugreyin snemma í fyrramálið.

Natti natti!   Sleeping


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband