Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Framsóknarflokkurinn hættir í íslenskum stjórnmálum

... þetta er óskafyrirsögn í mínum heimi.  Hversvegna ekki?   Gerið það eina rétta, leggið niður flokkinn og farið að vinna fyrir ykkur. Vinnið einusinni ærlegt dagsverk og finnið hversu gott það er!

Aðrar fyrirsagnir dagsins eru eitthvað í áttina að þessu:

http://www.visir.is/sigurdur-segist-ekki-hafa-vitad-af-wintris-/article/2016160409183 

 

sigmundur


Gerilsneyddar kosningar. Subito!

Líklega er best að kjósa á nýtt og setja reglur um að þeir sem eiga erlenda bankareikninga eða standa i viðskiptum erlendis fyrir fjárupphæð hærri en miljón krónur ættu ekki að fá að bjóða sig fram.  Sama gildir um aðila sem eiga fiskikvóta, standa í eignahaldi á stórfyrirtæki eða hafa staðið í braski sl. 10 árin. 

Það verður að hreinsa stjórnmálin frá græðgishugsun, skammsýni stjórnmálamanna og fá smá meiri væntumþykju fyrir landi og þjóð inn í stjórnmálin og stjórn Íslands.   Ásýnd lands og þjóðar út á við er mikilvæg.  Rétt eins og staðan er núna - erum við aðhlátursefni heimsins. Litla Ísland með kúkinn í buxunum, eina ferðina enn. 

Hreinsum stjórnmálin, Alþingi og gefum fólkinu von og traust á lýðræðinu á ný.


mbl.is Mun ræða hvort flýta eigi kosningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þögn um siðleysi og leiðtogatal

Löglegt en siðlaust!   Maðurinn sem ætlaði að koma Íslandi úr fjármálasiðleysi græðginnar og myrkraverkum fjármálamarkaðarins - hefur verið afhjúpaður. Hann er meðal þeirra sem hann ætlaði að hreinsa út. 

Í dag þegar ég kveikti á morgunsjónvarpinu - get ég sagt að ég hálf skammaðist mín fyrir stjórnmálamenn Íslands.  Hefur fólk ekki lært neitt?   Nei greinilega ekki!


mbl.is „Hann er okkar leiðtogi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gáfuleg umræða um áhrif útgöngu Breta úr Evrópusambandinu

Í raun hefur yfirreið Camerons forsætisráðherra Breta sýnt svo ekki verði um vafist að mismunandi reglur gilda hin ýmsu aðildarlönd ES (Evrópusambandsins).  Það er verið að hygla að vissum löndum meðan önnur sem hafa ekki líka stóra þýðingu fyrir sambandið eru látin afskipt. Pólland og Danmörk hefðu ALDREI getað náð neinum samningum á við þá sem Cameron hefur verið að fá í gegn á yfirreið sinni um Evrópu. Einfaldlega vegna þess að þessi löng skipta ekki máli. Lönd spilaskuldanna stóru: Spánn, Portugal, Ítalía og síðast en ekki síst Grikkland eru lönd sem eiga svo bágt að í raun ætti að henda þeim úr sambandinu.  Þau sliga sambandið og hafa í raun gert Evruna marklausa sem gjaldmiðil. 

Í könnun sem ég sá fyrir nokkru, voru fjármálaspekingar spurðir í hvaða mynt þeir vildu hafa sín viðskipti. Flestir völdu Bandaríkjadollar, margir japanskt Yen och kínverskt Yuan.  Pundið breska kom síðan og Svissneskir frankar....    á listanum yfir 10 áreiðanlegustu gjaldmiðla heims var ekki að finna Euro.   Nei...    

Svo ég tel Breta vera vel að því komna og það gáfulegt að yfirgefa Evrópubandalagið.   

Vonandi velja þeir að ganga úr bandalaginu þann 23 júni nk. 


mbl.is Boris mótfallinn hugmyndum Cameron
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurningin er: Er þetta rétt þróun?

Ég vil bara nefna fyrra blogg mitt um efnið:

 

Klikkið á slóðina:

 

Reiðufé að hverfa?  

Enn ein þjónusta almennings við "þjónustubankanna?"


mbl.is Svíar losa sig við reiðufé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stimplar og frímerki

Já, mikið þótti mér gaman að sjá að Kristniboðssambandið sé að safna notuðum frímerkjum. Það er bæði gaman að hugsa að notuð frímerki verði til gagns fyrir alla þá sem starfsemi Kristniboðssambandandsins nær til - en einnig að fólk hugsi til verðmæta "gagnslausra" hluta.   Þannig er mál með vexti nefnilega - að Íslandspóstur og íslensk ferðamálayfirvöld hafa tapað svo að segja sýn á þýðingu þessara smáhluta - frímerkjanna. Frímerki eru eitt púsl í landkynningu Íslands og ferðamannaþjónustu.

Ég er einn af þeim sem skoðar gaumgæfilega bréfumslög sem ég fæ, frímerkin og stimplarna á þeim.  Áður fyrr gátu slíkir stimplar verið virði margra króna, eftir því hvaðan þeir komu.  Minnist ég þess að mér þótti gaman að fá bréf frá Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Flatey á Breiðafirði svo eitthvað sé nefnt. Virði þessara bréfa var margfalt og sóttust frímerkjasafnarar eftir þeim eins og heitum lummum. Djupivogur hafði gamlan stimpil til dæmis - stimpil sem var gamall og af gerð sem ekki sást lengur neman frá nefndum stað. 

Nú er þetta svo til horfið. Kannski getum við kallað þetta nostalgíu. En þetta hefur virði fyrir marga - fleiri en okkur grunar. Sjaldan er nú gætt að því að stimpla frímerkin vel, pósti er safnað frá stórum svæðum og litlu pósthúsin flest horfin. Fágætir stimplar heyra næstum því sögunni til og frímerkin oft ekki upp á marga fiskarna.

Reynt er að spara í pósthirðingu, vélstimplanir eru nær eingöngu notaðar og þegar meður fer með bréf á pósthús eða pakka er ekki einusinni sett frímerki - heldur miði sem segir til um burðargjaldið. Þessir miðar eru einskis virði fyrir safnara och Íslandsáhugafólk. Með tilkomu Íslandspósts hefur áhuginn og þekkingin á stimplum, frímerkjum og gildi þessara þátta svo til horfið.   Því miður! 


mbl.is Hendum ekki verðmætum!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki minnkandi þjónusta bankanna áhugaverð kæri borgari?

Pengar1

I frændlandi okkar Svíþjóð eru "þjónustu"bankarnir svo til hættir að veita þjónustu með seðla og mynt.  Þetta vegna "stóraukins kostnaðar við að sjá um mynt og seðla".  Á sama tíma auka bankarnir veltu sína og beinan gróða um miljarða og aftur miljarða.  

Vextir af lánum eru háir á Íslandi, þjónustugjöld eru sett á þjónustugjöld og öllum virðist standa á sama. Aukin velta og gróði bankanna kemur úr þínum vasa.  Þú greiðir fyrir að láta peningana þína liggja á reikningum bankanna. Þú greiðir fyrir kortið þitt og þú greiðir viðskiptagjöld.  

Pólitíkusum á Íslandi stendur náttúrulega ekki á sama um þetta. Þeir hvetja bankanna til að taka enn hærri gjöld og vexti.  Þú ert þræll. Ekkert annað en aumur þræll. Vittu þin stað og stöðuleysi.

Ég leyfi mér að setja fram spurninguna hvort minnkandi þjónusta "þjónustu"bankanna sé ekki af áhuga - kæri borgari?  Er bönkunum leyfilegt að fara enn lengra með lúkurnar niður í vasa þinn og hirða það sem þeir finna þar?   Átt þú svo mikið af aurum að þú getir orðið af með allt?

Er ekki hægt að krefjast þess að sá gjaldmiðill og hið áþreyfanlega form gjaldmiðilsins: Krónan (í pappírsseðlum og mynt) sé enn gildur gjaldmiðill í bönkum?   Getum við ekki gert kröfu til ríkisvaldsins að þessi gjaldmiðill sé "nothæfur" - jafnvel i bankakerfinu?

_________________ 

Áhugaverðar greinar:   

http://cornucopia.cornubot.se/2015/10/handelsbanken-tar-sedelbytet-som-ursakt.html

http://sverigesradio.se/sida/artikel.aspx?programid=99&artikel=6203977 

http://www.nordea.se/om-nordea/kontanthantering.html

http://www.handelsbanken.se/shb/INeT/IStartSv.nsf/FrameSet?OpenView&iddef=&navid=A_Betalningar&sa=/Shb/Inet/ICentSv.nsf/Default/qF755CA1E48F2C443C1257AE200357D60 

 


mbl.is Bönkum bannað að búa til peninga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landeyjahöfn

Á fréttasíðu Morgunblaðsins í dag www.mbl.is er talað um að dælubátur sé á leið til Landeyjarhafnar til að vinna mót tilfuttningi sands inn i höfnina.   Þetta er sisyfosarvinna* af versta tagi.  Eitthvað sem aldrei lýkur og kemur að kosta skelfiegar fjárupphæðir. Verkið var dauðadæmt frá upphafi. Hver lifandi sála sem ekið hefur niður á Landeyjarströnd sér og skilur þetta.  Ég spái því að vísir menn munu hætta reyna halda höfninni opinni eftir ca 10 ár, þá hún hefur líklega sogið í sig meiri fjármuni en allar aðrar landsins hafnir til samans.  Spörum strax, bætum Þorlákshöfnina og látum sandinn loka Landeyjarhöfn.

 

 

http://en.wikipedia.org/wiki/Sisyphus


Bravó! Nýjir markaðir!

Mikið varð ég glaður þegar ég sá þessa frétt. Loksins ný hugsun þar sem reynt er að horfa blint áfram á ESB aðildina sem höfuðlausn allra mála. Ég gleðst yfir að nýjir markaðir séu hugsanlega í framtíðarsýn Íslendinga og ný tækifæri - sem ekki eru gensýkt af ESB-vofunni.

Bravó!


mbl.is Fríverslun rædd við Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svört jörð II

Svört jörð - Starbucks

Hér kemur umfjöllunin eins og hún birtist á vefi mbl.is:   http://mbl.is/frettir/sjonvarp/53217/

Fyrir um tæplega ári síðan skrifaði ég pistil hér um það sem nefnt er Svört jörð, fyrirbæri sem æ meir lætur á sér kræla í heimsbúskapnum.  Í nefndum pistli mínum frá fyrra ári útskýri ég hvað ég á við með þessu hugtaki: Svört jörð

Nú þegar ég sat við tölvuna mína hér og las fréttasíðu Morgunblaðsvefsins www.mbl.is setti mig hljóðan. Á fjarska jákvæðan hátt var umfjöllun um hvernig stórfyrirtæki hefur leigt/keypt landnæði til að rækta sína hrávöru, kaffibaunir í þessu tilfelli.   Málið er háalvarlegt. Ég er efins að neinn hafi vaknað við vondan draum og áttað sig á þessari fyrstu frétt um "svarta jörð" - sem birtist hér i tengslum við fyrirtæki sem hefur svo jákvæða ásýnd út á við.  En viti menn... þessi fluttningur frétta á innan skamms eftir að tengjast fréttum af misbeytingu og þvingunum, siðlausum en löglegum yfirtökum á þjóðlendum í þróunarlöndum - jafnvel hernaði.   


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband