Færsluflokkur: Menntun og skóli

Kóróna, diadem, tiara

Kóróna? Á myndinni gefur ekki að líta neina kórónu.  Hinsvegar er krónprinsessan Mary sýnd bera á höfðinu það sem nefnt er "diadem". Það er hálfhringlaga spöng (se situr framan á enninu eða við hársvörðin) sem skreytt er á ýmsan máta.   Stundum birtist orðið "tiara" fyrir þennan hlut en þá er oftast rætt um veglegri og hringlaga höfuðbúnað.   Kóróna er notað fyrir enn veglegri höfuðbúnað sem gerir tilkall till valds eða stöðu (t d konungs, prinsessu, fursta).

Við hjónavígslur nota oft brúðir svona höfuðbúnað - er þá um að ræða diadem (sem virkar eins og spöng sem situr fremst ofan á höfðinu. 

 

Endilega notum rétt orð - það gerir tungumálið fjölbreyttara og skírgerir hvað í raun sé verið að tala um.    


mbl.is Konungleg kóróna eða hálsmen?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Paolo Macchiarini

Hann er kallaður fyrir "skandalskurðlæknirinn Paolo Macchiarini" og hefur vakið umræðu um pólitísk afskipti stjórnmálamanna af rómaðri rannsóknahefð og orðstý Karolinska Institutet i Stokkhólmi.

Skugga hefur verið kastað á hina þekktu stofnun sem tengd er órjúfanlegum böndum við Nóbelsverðlaunin í læknavísindum og rannsóknir hinna helstu fræðimanna innan læknavísinda og rannsókna þar að lútandi.  

Fyrir nokkru síðan komu fram klögumál á hendur Paolo Macchiarini fræðimanni á Karolinska institutet og skurðlæknis á Karolinska sjukhuset. Hann var fyrst borinn sökum í læknatímaritum að hafa starfað ófræðimannlega og að hafa fúskað með viðurkenndar og víðteknar rannsóknaraðferðir.  Við hann voru bendluð nokkur andlát sjúklinga (eftir uppskurði) þar sem hann var ábyrgur læknir.  

Einnig er staðhæft að Paolo hafi haft falskt CV og að upplýsingar þar standist ekki.

Yfirmenn sjúkrahússins og institutsins hafa lengi vel varið Paolo - en þegar hlutlaus rannsóknarnefnd komst að því að klögumál lækna og annarra hafið verið rökstudd med gildum dæmum - hefur tónninn breyst.  Stjórnmálamenn hafa þá gengið inn og varið Paolo - þótt að sýnt hafi verið að hann hafi gerst brotlegur og að rannsóknir hans hafi verið neðan alla góða rannsóknarreglu og aðferð.

En eitthvað virðast yfirmenn Karolinska Institutet och Karolinska sjukhuset hafa vaknað.  Anders Hamsten hefur sagt af sér embætti rektors KI og þar með tekið á sig hluta árbyrgðar vandans. Paolo er hættur (rekinn burt) sama gildir um konrektor (ábyrgur stjórnandi rannsóknardeilda) Hans-Gustaf Ljunggren - einnig beðist lausnar.  

Hér tekur fólk ábyrgð á sínum embættum og orðstý þessarar stofnunar sem virt er á heimsvísu.   Eitthvað sem embættismenn á Íslandi mættu taka sér til fyrirmyndar. 

_________________________ 

Hægt er að lesa meira um þetta allt hér   (klikka á slóðina)

 


Enn og aftur... hvar er siðameistari ríkisins?

Af hverju þarf maður einatt að skammast sín fyrir pokaskap íslenskra stjórnvalda og þeirra sem standa í samskiptum við stjórnendur annarra landa? Að hugsa sér að kunna ekki einusinni staulast til að setja fána Bretlands réttan?   Halló!!!

Ég auglýsi eftir að SIÐAMEISTARI verði snarast ráðinn í þar til stofnað embætti.  Bara rétt svona til að hafa auga á og leiðbeina ókunnugum og oft illa upp ældum stjórnmálamönnum / embættismönnum Íslands (og jafnvel fleirum).


mbl.is Fleiri klikka á fánanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný grunnskólalög í Svíþjóð

Það setu að mér skrýtin tilfinning nú þegar ég sit og er að lesa nýju sænsku grunnskólalögin. Já! Hér í Svíþjóð hafa nýlega tekið gildi ný grunnskólalög. Til staðfestingar á því að Svíar eru "trúlausir" - að trúa má, hefur nú verið staðfest í lagatexta hlutleysi - og ábrygðarleysi ríkisvaldsins gegnvart trúar- og menningarmenntun í landinu. 

Í kirkjunni minni hefur öllum grunnskólabörnum í prestakallinu mínu verið boðið að koma til kirkjunnar á "aðventuleikrit" og á páskum til "påskvandringar" og leikskólabörnunum hefur sömuleiðis verið boðið að koma til "krubbvisning" - eða vöggusýningar (þar sem með brúðum, söng, leikrænum tilburðum og þátttöku barnanna farið hefur verið i gegnum sögu jólanna).

Kirkjan hefur í gegnum árin verið fullsetin þær 13 sýningar sem við höfum haft við hverja þessara sýninga. Núna hafa skólarnir dregið sig út og öll aðventuleikrit og "vöggusýningar" féllu niður.

Það er skrýtið að búa í samfélagi sem er GENGUMSÝRT af kristnum gildum og sem hefur verið það frá 1100: lagsetningin er kristin, sagan er kristin, manneskjusýnin og manngildið er kristið, stjórnarskráin er kristin ... en samt fær maður ekki að tala um kristindóm í samfélaginu - ef maður tileinkar ekki öðrum trúarbrögðum jafn mikinn tíma í sömu andrá! KLIKKAÐ!

KK-jesus_graffito

Íslendingar við sultarmörk erlendis

Margir námsmenn hafa nú hrökklast úr námi. Orsökin er óhagstæður gengismunur íslensku krónunnar og erlendra gjaldmiðla sem og reiknilíkan LÍN.  Lánasjóðurinn er harður við námsmenn og reglurnar sem hann vinnur eftir gersamlega úr takt við aðstæður skjólstæðinga sinna.  Ríkið hefur gert sér grein fyrir ástandinu en ekkert er aðhafst.  Byrjum á að taka peninga úr vita vonlausum verkefnum. Leggjum niður starfslaunasjóð listamanna t.d.  og leggjum peningana þá í LÍN.  Bara ein hugmynd um hvað gera má tímabundið til að afla fjármunum til að létta námsmönnum erlendis lífið og gæta að því að þeir eigi einhverja framtíð á Íslandi eftir nám en flýi ekki til annarra landa með þekkingu sína og kunskap.

 


mbl.is Segir sig úr stjórn LÍN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helför og hugsanafrelsi

Oft er tönglast á því hversu víðsýn við erum á Vesturlöndum, að dómskerfið okkar sé gott og réttlátt og að frelsið sé varðveitt í stjórnarskrám og lagatextum. En er þetta virkilega svo. Ég var í Tyrklandi núna á dögunum. Umræðan um aðild Tyrklands að ESB er hávær þar og vilja margir með, svona til að hleypa Tyrklandi inn í Evrópu. Ottómanska ríkið náði næstum því að taka Vínarborg fyrir þremur öldum, en urðu frá að hverfa.  Núna vilja þeir komast lengra inn í Evrópu - með klókindum í stað vopnavalds. Ef Tyrkjum yrði hleypt með í ESB yrðu þeir annað fjölmennasta land bandalagsins og eftir um 10 ár líklega það stærsta. 

En það er þetta með Tyrkina. Enginn vill hafa þá með af því að þeir eru sagðir brjóta á mannréttindum fólks, stýra hugsunum og bæla niður ný þjóðfélagsöfl. Stjórnmálaflokkar sem eru með aðra stefnu en var mörkuð 1923 þegar Kemal Atatürk stofnaði lýðveldið og sekúlariseraði (hafnaði þátttöku trúarhreyfinga í stjórnmálum) samfélagið er hafnað, þeir bannaðir því þeir stríði gegn meginhugmyndafræði þeirra sem liggur að baki hins nútíma Tyrklands.

Það er bannað að tala illa um Kemal Atatürk, það sem hann gerði og sagði og liggur þar við fangelsissvipting.  Tyrkir hafa löngum sömuleiðis hafnað að nokkurt þjóðarmorð hafi átt sér stað í 1915 á Armenum. Það eru svona hlutir sem ég vil draga fram í ljósið. Nú þegar fólk á vesturlöndum er á sama hátt beitt órétti fyrir hugsanir sínar.

Prentfrelsi og hugsanafrelsi er ekki til á Vesturlöndum, ekki frekar en í Kína, Tyrklandi, Spáni eða í Bandaríkjunum. Í Þýskalandi er bannað að vera nasisti og víða er sömuleiðis bannað að eiga eða bera fána nasista. Við vitum öll hvaða hörmungum sú stefna er kölluð er nasismi olli á stríðsárunum á fyrri hluta síðustu aldar.  Því má aldrei gleyma eða reyna að hjúpa í umbúðir sögufölsunar.  Nasistar beittu ritskoðunum, þeir bönnuðu vissa skoðanir og stjórnmálaöfl. Þeir sögðu fólki hvernig það ætti að hugsa. Erum við nokkuð betri þegar við í dag bönnum og til og með refsum fólki fyrir hugsanir sínar.  Að hafna að helförin, þar sem milljónir Gyðinga, Sígauna, Tatara og annarra kynþátta og þjóðarbrota voru myrtar, segir meira um lélega söguþekkingu og gáfnafar en að þessi manneskja sé hættuleg.  Svo lengi við gleymum ekki ódæðisverkum fyrri tíma munum við ekki endurtaka slíkar hörmungar. Réttlátt samfélag, þar sem jöfnuður, víðsýni, þekking og almennt hátt menntunarstig prýðir samfélagið, minnkar áhættan á því að fólk komi fram með skrýtnar hugmyndir sem afhjúpa grunnhyggni þeirra og vankunnáttu.

Bönnum ekki hugsanir. Bönnum ekki fólki að hugsa, menntum það heldur. 


mbl.is Árásarmaðurinn sagður afneita helförinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr íslenskur doktor

Ég er svo stoltur af landa mínum og góðri vinkonu Hrönn Jörundsdóttur. Hún varði doktorsritgerð sína núna á föstudag hér úti í Stokkhólmi. Ritgerðin hennar Temporal and spatial trends of organohalogens in guillemot (uria aalge) from North Western Europe er skrifuð við Umhverfislífefnafræðideild Stokkhólmsháskóla og er hægt að kynna sér efni hennar með því að fylgja slóðinni http://www.miljokemi.su.se/aktuellt/nyheter?id=46&lang=sv .

Ég óska dr.Hrönn og öllum hennar innilega til hamingju með stóra áfangann.   

Quod bonum, felix faustumque sit!


Seljum krúnudjásnin upp í skuldir

Það er örugglega eitthvert útgáfufyrirtæki innan landamæra Evrópubandalagsins sem vill kaupa útgáfuréttinn að ritverkum Halldórs Kiljans Laxness.  Ef það er vilji meirihluta þjóðarinnar að ganga í Evrópubandalagið ætti að vera í besta lagi að selja krúnudjásnin innan bandalagsins og þannig tryggja okkur velvild Evrópubandalagsins.  Að vísu verður kannski bið á því að við fáum Laxness útgefinn á íslensku, en skítt með það! Það eru svo margir aðrir rithöfundar í Evrópu sem bíða eftir að vera gefnir út! Svo auðvitað mun hann gleymast, en við fáum peninganna.

En það er líka rétt að hugsa það mál til enda að í fyllingu tímans mun hið sér íslenska koma að hverfa inn í haf aðildarríkja fjölþjóðabandalagsins, sem flest, hvert og eitt beitir áhrifum sínum og miklu fjármagni (eitthvað sem við munum ekki hafa næstu 2-3kynslóðir) til að halda sinni menningu og tungu lifandi. 

Hugsið ykkur, það er þetta bandalag sem skammsýnir Íslendingar vilja verða meðlimir að, og því miður eru Íslendingar flestir skammsýnt fólk eins og dæmin sanna.


mbl.is Útgáfa á bókum Laxness í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yndisleg íslenskukunnátta

Þetta var alveg skelfileglýsing. Ég er mikið að velta því fyrir mér hversu lengi hægt er að halda minniseldsvoðanum lifandi. Sennilega nokkur hundruð ár, eftir sem það ætti að nægja 4 hús á dag til að halda eldsvoðanum lifandi.  ha ha ha ... þetta var bara of fyndið til að þegja um það!   Hlakka til að lesa meira í þessum dúr. 


mbl.is Unglingspiltar dæmdir fyrir manndráp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laugardagur... og ég bíð eftir Miss Marple

Dagurinn í dag hefur verið svolítið öðruvísi en flestir laugardagar. Ég var í prófi í kúrsinum mínum um menningar-, lista og íbúasögu Pompeyjar. Prófið var salpróf. Langt síðan ég hef verið í 6 tíma skriflegu prófi. Puttinn á mér var kominn með far eftir pennan og ég var að deyja úr þurrki, þar sem ég hafði gleymt að hugsa út í að taka með mér drykk.  Prófið gekk vel. Ég sat í 6 tíma og fór ekkert út. Var hreint og beint að deyja í kroppinum eftir þessa maraþonsetu. Þetta var mikil greiningarvinna og gagnaðist listfræðin vel þar. Erfiðasti hlutinn, notkun greiningarlykla á hina fjóra málningarstílana og greining byggingarefnis og aðferða við notkun þess...  Erfitt að gera þetta á blaði. En þetta tókst stóráfallalaust. 

Eftir prófið hélt ég heim á leið, en kom við hjá Georgi og Hrönn góðum grönnum og löndum mínum hér í húsinu. Hrönn hafði rifið sig framúr árla morguns og bakað köku. Kökunni var svo skolað niður með góðu sterku kaffi.  Just like home!  Ég var kvaddur með uppþvottavél sem er að malla og sulla framm í eldhúsi núna. Gott til þess að hugsa að uppvaskið þurfi ekki að vera stressþáttur þegar maður getur verið án þess.  :)    TAKK!

Annars er Mikki að vinna, félagarnir úti að djamma, ég búinn að fara í göngutúr, sækja bók til kunningja míns og er að fara poppa. Jamm, nú verður það popp og kók kvöld yfir Miss Marple sem ætlar víst skv. sjónvarpsvísinum að svo óvænt leysa morðgátu. Einhver er að senda fólki baneitruð sendibréf og Marple ætlar að vera fljót til og "svara" bréfunum  :)    Sem minnir mig á að skrifa bréf í kvöld.  Á morgun er ég svo að vinna í kirkjunni.

Ég á að skíra stúlkubarn á morgun í kirkjunni. Það verður gaman. Búinn að tala við foreldrana tvisvar og kom það upp á föstudaginn að mamman væri óskírð. Hún spurði hvort hún mætti skírast á eftir dóttur sinni. Svo þetta verður tvöföld skírn.  Ennþá skemmtilegra.  Kveiki þá lifandi ljós hér í kvöld fyrir þeim og deginum á morgun eins og ég geri þegar ég á að skíra eða jarða.  

Jæja, best að fara poppa og leita að handbókinni minni.  :)  


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband