Færsluflokkur: Umhverfismál

Dýrasta framkvæmd Íslands

Já þetta varð okkur dýrt að hafa Árna Johnsen sem þingmann. Ég legg til að við látum Landeyjahöfn verða okkur lexíu til framtíðar, vitnisburð um grunnhyggni stjórnmálamanna og trúgirni annarra. Látum Landeyjahöfn teppast - rétt eins og náttúran mun gera fyrr eða síðar og viðurkennum ósigur okkar mót náttúruöflunum og skynsemi hennar!


mbl.is Landeyjahöfn enn ófær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfismál

Já - það var nú það!  Ofneysla og umhverfisvernd kemur upp í minn huga þegar ég las þetta "Ég þarf að borða á tveggja tíma fresti til að viðhalda vöðvamassanum...".    Já - einmitt.  En er þetta nú umhverfisvænt?    Er þetta ekki bara vitleysa eins og það að halda hund sem étur á við fjögurra manna indverska fjölskyldu á dag?   Fljótlega þurfum við nú að byrja - fyrir ýmsa því miður - aðra er þetta gleðiefni - að gera upp hug okkar hvort við viljum. Halda fólki á lífi eða hundum. Mér verður ennfremur hugsað til þeirra sem velja að eta á tveggja tíma fresti til að geta gert það sem þarf til að standast ídealið í filmbransanum.  Getur maðurinn ekki bara teiknað sixpakk á magan og photo-shoppað restina?    Það væri í raun mun umhverfisvænna.


mbl.is Borðar allt að átta máltíðir á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingvellir til sölu!

Nú eru Kínverjar og það jafnvel frammámenn í kommúnistaflokknum þarlendis farnir að ásælast stórjarðir á Íslandi.  Hvað býr að baki er augljóst.  Ítök í orkuframleiðslu framtíðar, hlutdeild i auðlyndum Íslands og það sem ég hef áður skrifað um og nefnist "svört jörð".  Jú þetta virðist svo einfallt og saklaust nú, en hvar stoppar þetta allt?   Hvar drögum við mörkin? Hvaða jarðir má selja, og hvaða jarðir má ekki selja?

Ég óttast svona sölu á jarðeignum og jarðréttindum til útlendinga.  Þetta fer bara á einn veg:  Þann versta!  

Erum við ekki að selja framtíðar auðlyndir lands og þjóðar?  


mbl.is Á að selja Grímsstaði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svört jörð II

Svört jörð - Starbucks

Hér kemur umfjöllunin eins og hún birtist á vefi mbl.is:   http://mbl.is/frettir/sjonvarp/53217/

Fyrir um tæplega ári síðan skrifaði ég pistil hér um það sem nefnt er Svört jörð, fyrirbæri sem æ meir lætur á sér kræla í heimsbúskapnum.  Í nefndum pistli mínum frá fyrra ári útskýri ég hvað ég á við með þessu hugtaki: Svört jörð

Nú þegar ég sat við tölvuna mína hér og las fréttasíðu Morgunblaðsvefsins www.mbl.is setti mig hljóðan. Á fjarska jákvæðan hátt var umfjöllun um hvernig stórfyrirtæki hefur leigt/keypt landnæði til að rækta sína hrávöru, kaffibaunir í þessu tilfelli.   Málið er háalvarlegt. Ég er efins að neinn hafi vaknað við vondan draum og áttað sig á þessari fyrstu frétt um "svarta jörð" - sem birtist hér i tengslum við fyrirtæki sem hefur svo jákvæða ásýnd út á við.  En viti menn... þessi fluttningur frétta á innan skamms eftir að tengjast fréttum af misbeytingu og þvingunum, siðlausum en löglegum yfirtökum á þjóðlendum í þróunarlöndum - jafnvel hernaði.   


Þungur vetur í Svíaríki

2010.02.28 Linköping 001

Svíar hafa plagast af þungum vetri. Kyndikostnaður í landinu hefur aukist ótrúlega. Ferðalöngum hefur oft verið sagt a helst halda sig heima.  Kuldinn hér í Stokkhólmi hefur náð allt að -23°C.  Kaldasti dagur sem ég hef upplifað.  Samgöngur hafa verið gersamlega úr lagi. Aðeins neðanjarðarlestirnar hafa gengið á þeim köflum sem eru þá neðanjarðar.  Niðurfelldar lestarferðir hafa þar með verið daglegt brauð og hefur tekið hátt í 2 tíma til dæmis att fara frá norður Stokkhólmi til suður Stokkhólms, ferð sem annars tekur um 35-40 mínútur. 


Veruleikafirring af verstu tegund

Ég sit hérna heima og er að velta því fyrir mér hvort Þorgerðu Katrín, Tryggvi Þór og Bjarni Ben flokkbræður hennar séu gersamlega gengin af göflunum. Ráðaleysið er komið í blóðið og farið að orsaka brenglun í allri rökhugsun sjálfstæðismanna og kvenna.  Þetta er reyndar á mörkum þess að maður finni til með flokkinum og þeim ógöngum sem hann er kominn í, málefnalega og rökfræðilega.  Meðan verið er að draga saman í þungaiðnaði, framleiðslu bíla og fjöldauppsögnum hundruða þúsunda verkamanna erlendis - eru sjálfstæðismenn að neita staðreyndum.

Það er verið að loka bílaverksmiðjum, flugvélaverksmiðjum, skipasmíðastöðvum út um allan heim. Ef þjóðir heims héldu að allt myndi rétta úr kútnum eftir tvö ár, er ljóst að verkmiðjunum yrði haldið í gangi, en svo er ekki.  Allur iðnaður í heiminum er að taka stakkaskiptum. Hann er að dragast saman og þar með að lúta þeim lögmálum sem heimskreppan er að beygjast undir. Ný lögmál, nýir atvinnuhættir. Að byggja álver er svo gersamlega að skjóta sig í fótinn og svo léleg byggðastefna að nær er að kalla forheimsku af versta tagi. 

Ég hef samúð með sjálfstæðisflokkinum, vegna þess að þeir eru sorglegir.

Þeir eru eins og kóngur sem ríkt hefur sín bestu ár og nú býr í lítilli íbúð í skuggalegu hverfi og sendir þaðan skipunarbréf og úrskurði til samfélags sem hann ríkir ekki yfir lengur.


mbl.is Álið leysir vandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með strætó! Íslendingar kunna hvort eð er ekkert að nota strætó!

Þar sem Íslendingum virðist ógerlegt að skilja mikilvægi almenningssamgangna, þar sem þeir geta ekki slitið sig frá einkabilunum og þar með lækkað heimiliskostnaðinn og um leið stuðlað að því að lækka mánaðakortsverðið í strætó, eiga þeir ekkert betra skilið en að frá þeim verði teknir strætóarnir.

Ég er að velta því fyrir mér oft hvað við Íslendingar lifum óhollt. Við hreyfum okkur lítið, skutlumst í prívatbílum hingað og þangað, mengum loftslagið með þessari hegðun, af enn meira afli en ella.  Ég tel við núverandi ástand, að borgaryfirvöldum og bæjarfélögunum kringum Reykjavík sé óskilið að veita þá þjónustu sem nú er veitt.  Það er leitt að hugsa til þeirra sem ekki eiga bíl, en hægt væri um leið og strætó verði lagður niður að lækka verð á leigubílum, þar sem þeir jú verða einir um markaðinn. 

Bestu kveðjur úr sæluríki almenningssamgangna.  :)

 


mbl.is Eigið fé Strætó bs. neikvætt um 57% af eignum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vorboðarnir góðu

Hérna fyrir utan hjá mér í norður Stokkhólmi eru farnir að skjóta upp kollinum vorboðarnir góðu. Litlir laukar hér og þar í glöðum litum sem skrækja í kapp við hvern annan "Vor, vor, vor....".

DSCF0626DSCF0629

Ég sló saman tveimur myndum sem ég tók í morgun hérna utan við húsið. Já, núna er komið vor með +9°C og sól.  Vonandi er vorið líka á leið til Íslands nú þegar ég er væntanlegur þangað. B

Bestu kveðjur í sól og vori!


Bambar

Þegar ég vaknaði í morgun varð mér lítið út og sá ég þá þessi dádýr skoppandi um í skóginum sem skilur að götuna mína og litla stöðuvatnið Lappkärret (sem er á stærð við hálfa Tjörnina í Reykjavík).

DSCF2020

Litlu fallegu hirtirnir sem hafa verið að skoppa hér í skóginum eru kallaðir rovdjur hérna úti og eru til út um alla Svíðþjóð og mest alla Evrópu. Latneska heitið er (Capreolus capreolus) og eru dýrin lítil og létt eða um 20-30 kg.  Hérna fyrir utan húsið þar sem ég bý á Norra Djurgårdslandet hafa fjögur dýr verið að trítla þetta fram og til baka í fæðuleit í morgun.  Datt í hug að skella in mynd af tveimur þeirra. Eins og sjá má hefur snjóað hérna og verður ekkert lát á snjókomunni fyrr en eftir 2 daga. 

DSCF2022


Óafturkræf óheillaþróun

Þessi skýrsla Norrænu ráðherranefndarinnar er gula spjaldið fyrir okkur hér í löndunum í norðri. Í köldu veðurfari norðurlandanna tekur það náttúruna mun lengri tíma að ná sér en í heitari löndum þar sem gróðurinn er fljótari að fylla í eyður sem skapast þegar við mennirnir tökum að breyta, eyða og "bæta". En minnkandi fljölbreytni í gróður- og dýraríki (flora og fauna) er hryggileg staðreynd sem við íbúar norðursins verðum að axla okkar ábyrgð á.

Finnur Jónsson

Beinin hennar Stjörnu [1934] eftir Finn Jónsson, olía á striga [90cm x 106cm]

Eyðilendur og lífríkisauður á undanhaldi er dæmi um hnignun. Stórar lendur hafa verið skaðaðar með lagningu háspennulína, vega, slóða, skála, virkjanna og uppistöðulóna.  Auðlendur Íslands liggja ekki bara í fisveiðum og virkjunar vatnsfalla og háhitasvæða, heldur í öræfum landsins, hinu ósnortna landi, þar sem fjölbreytni lággróðurs, skordýra, hins sanna villta landslags þar sem háspennulínur tjalda ekki sjóndeildarhringinn og landrof verður vegna yfirborðssveiflna uppistöðulóna. 

Við höfum fengið gula spjaldið. Þegar rauða spjaldið kemur er allt um seint!


mbl.is Líffræðilegur fjölbreytileiki minnkar á Norðurlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband