Verður bresku handrukkurunum greitt?

Hversu gæfuríkur er herra Ólafur Ragnar Grímsson í embætti sínu sem forseti Íslands?  Hversu góða sýn hefur hann á getu og úthald þjóðarinnar. Hversu lýðræðiselskandi er hann?   Þetta eru nokkrar af spurningum þeim sem ég er að velta fyrir mér núna við upphaf nýs árs.

Kýs herra Ólafur Ragnar örbyrgð og sært þjóðarstolt með að setja stafi sína við téð ICESAVE lög?  Kýs hann að leyfa íslenskri þjóð að stríða fyrir stolti sínu, sýna hvað í henni býr og beygja sig ekki fyrir vafasömum skuldaviðurkenningum íslenskra stjórnvalda fyrri ára. Segir hann einfaldlega "Nei" við að greiða spilaskuldir útrásarvíkinga og þorir hann að reka á brott handrukkara Breta og Hollendinga, svo einhverjir séu nefndir?  Ég vona það.   


mbl.is Fundi lokið á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband