Óstjórn eða mannréttindabrot?

Það er skrýtið til þess að hugsa að áður en arabaheimurinn stóð í ljósum logum, virtust áhrifamenn á vesturlöndum víðs fjarri þeirri hugsun að losa þyrfti um Mohammar Ghaddafi.  Valdamenn leituðust við að halda honum á sínum stað, láta hann fara sínu fram flestum landsmönnum sínum að skaðlausu. Málið er bara að vestrænir valdamenn vissu ekki hvað þeir myndu fá í staðinn, ef Ghaddafi hefði verið vikið burt.  Það lýsir af siðleysi og skorti á faglegri stjórnkænsku að ganga svo fram mot Ghaddafi sem nú er gert.

En hvernig getum við "hjálpað" arabaheiminum þar sem allt virðist standa i logum og lítil von er um breytta stjórnarhætti jafnvel þótt nöfn breytist. 

Ég held að það er ljóst að við verðum að skilja að vesturlenskt lýðræði, með þingkosningum og forsetakosningum og samfélagi sem okkar er eitthvað sem aldrei á eftir að virka meðal araba. Við getum ekki þvingað okkar stjórnarháttum upp á þjóðir og menningarsvæði sem hafa aðra lífssýn, gildismat, hefðir, sögu og lífsrytma.   

Hvernig í ósköpunum getum við trúað að við getum breytt einhverju till rétts vegar, ef við þekkjum ekki veginn sem við þurfum að fara eftir.  Við getum ekki beytt vesturlenskum aðferðum þar sem fólk skilur þær ekki.  

Hugsum tvisvar áður en við krógum hungrað ljón inni í horni og ætlum að slást við það með sellerí í höndum.  Látum Líbýu og arabalöndin vera þar til við erum þess búin að tala þeirra mál og skilja þeirra menningarheim.

Og dagsins stóri sannleikur: Allir arabar eru ekki múslimar.


mbl.is Átta þúsund uppreisnarmenn látnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband