Stýrður fréttaflutningur

Það vekur stöðugt furðu mína þegar ég horfi á fréttaflutning vesturlenskra fréttastofa hversu ötular þessar eru að flytja boðskap hinna vesturlensku íhlutunarlanda ófriðarástandsins í Sýrlandi.

Ég bý í Svíþjóð. Fréttaflutningurinn er hin sami þar. En ég á því láni að fagna að eiga nokkra kunningja sem eru frá Miðausturlöndum. Þar á meðal frá Sýrlandi. Þessir aðilar hafa nokkuð aðra sögu að segja.

Þessir kunningjar og vinnufélagar mínir hafa sagt mér frá upphafi órólegheita í Sýrlandi og hverjir hafi þar átt hlut að máli. Sagan er ekki eins einföld og vesturlenskur fréttaflutningur vill af láta.

Sagan er tvíþætt vilja heimamenn halda fram: I fyrsta lagi hafa Vesturlöndin litið á það sem sitt hlutverk að æ síðan Trans-Jórdaníu var skipt upp í Jórdaníu, Sýrland, Libanon og Palestínu, að blanda sér í mál téðra landa. Þetta hefur skapað óróa, óöryggi og fjandskap landa og íbúa á milli á svæðinu.
Í öðru lagi - og það er síðari tíma vandamál - hefur ólíuauður Miðausturlanda verið ástæða enn harðari íhlutunar vesturlanda nú þegar kreppan er að vaxa í heiminum og olíuþörf vesturlanda rénar ekki. Þetta hefur því orðið til þess að valdhöfum Miðausturlanda hafa verið settir afarkostir: Að Bandaríkin og "hin velviljuðu" fylgdarlönd þeirra verði að hafa einkaaðgang að ódýrri olíu á undirmarkaðsverði.

Og nú erum við komin að vandamáli dagsins í dag. Bashar al-Assad forseti Sýrlands hefur leitast við núna í nokkur ár að styrkja infrastrúktúr lands síns. Hann hefur oppnað landið og látið byggja upp ferðamannaiðnað, betri samskipti við Libanon og Tyrkland - sem og Rússland. Hann hefur veitt gríðarlegu fé af olíuauð landsins í að bæta sjúkrahús, skólakerfi og réttarkerfið í landinu. En þetta hefur þá orðið til þess að Bandaríkjamenn hafa ekki haft sama aðgang að hinni ódýru olíu Sýrlands lengur.

Þetta er stóralvarlegt mál fyrir Bandaríkjamenn sen enn keyra sína stóru "truck's" og bensínháka - sem hluta af sínum dýra lífsstíl. Að krefjast skynsemi í auðæfanotkun er jafn hættulegt og að taka upp umræðuna um vopnaeign þessa fólks.

En tilbaka til Bashar el-Assads forseta Sýrlands. Uppreisnarmenn sem hafa fengið hvatningu sína frá vesturlöndum, hafa nú fengið falleg loforð um að fá að stjórna Sýrlandi að uppreisn lokinni mót því að þeir verði ljúfir og hlýðir vesturlenskum hagsmunum.

Í fréttaviðtali við starfsmann utanríkisráðuneytis Svía, spurði fréttamaður fyrir tveimur mánuðum fulltrúa ráðuneytisins hvort vestulensk stjórnvöld vissu nákvæmlega "við hverja þeir myndu semja" eftir að uppreisninni væri lokið og Assad væri frá völdum. "Nei" svaraði hann "en við vinnum að því að komast að því hverjir séu bakvið stjórn uppreisnarmanna". Segir þetta ekki allt um vitleysuna.

Ég vil koma að annari hlið málsins í Sýrlandi og það er hlutur kristinna manna í Sýrlandi. Allt frá því að faðir núverandi forseta var við völd (þar tilsettur af breskum stjórnvöldum) hefur kristnu fólki verið tryggður réttur á við alla aðra borgara Sýrlands. Í samtali mínu við brottflutta Sýrlendinga í Svíþjóð hafa þeir tjáð mér að uppreisnarmenn sé gagngert núna að útrýma eða hræða kristna frá Sýrlandi. Farið sé hús úr húsi og fólki stundum gefinn kostur á að hypja sig innan sólin sest þann daginn. Aðrir fá ekki þetta tilboð og eru skotnir umsvifalaust. Þetta eru harðlínumúslimar sem eru að verki. Studdir af stjórnvöldum vesturlanda.

Það er semsagt í gangi núna í Sýrlandi, útrýming á kristnu fólki - með blessun vesturlanda. Og við - blinduð af einhæfum og stýrðum fréttaflutningi fáum ekki að sjá fréttir af staðreyndum málsins.

Viðmælandi minn núna rétt fyrir jólin sagði að það væri enga pakka að senda fyrir jólahátíðina - að uppreisnarmenn hefðu þegar drepið systurfjölskylduna - með amerískum vopnum. Og bætti því við að fólk á vseturlöndum fengið ekki að vita sannleikan.


mbl.is Ætlar ekki að víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband