Spámaður ársins 2016

Já, eitthvað er þetta farið að ljúkast upp fyrir fólki að Evrópusambandið er ekki það Gósenland og dýrðarríki sem menn vildu láta fara fyrir á liðnum árum. Evrópusambandið hefur sýnt getuleysisitt og ósamstöðu sína á mörgum sviðum.  Evran er eitt dæmið um mislukkað og afskaplega dýrt ævintýraspil, flóttamannastraumurinn til Evrópu og hvernig tekið hefur verið á honum er enn eitt dæmiðum ósamstöðu og amlóðahátt bandalagsins, ósættið um útanríkismál, lögreglumál, spillingarmál, og svo auðvitað spilavítaheim suður Evrópulandanna Grikklands, Ítalíu, Portúgals og Spánar.  Lönd sem eru fjárhagslega með buxurnar niður um sig.   Evrópubandalagið er byrði á Evrópu. Skriffinskubáknið er eins og einn sem starfað hefur þar sagði "eins og monster sem lifir á eigin úrgangi".   

Það var gott að heyra að Andrzej Duda Póllandsforseti hefði haft djörfung að benda á sjúkdómseinkenni Evrópubandalagsins.  Líklega er hann einn sannspárra spámanna nútímans. 


mbl.is Telur að ESB gæti liðið undir lok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Nú er bara að segja Árna Páli frá þessu......

Birgir Örn Guðjónsson, 18.1.2016 kl. 23:25

2 Smámynd: Ármann Birgisson

Pútín orðaði þetta rétt, það er grautur í hausnum á Evrópskum stjórnmálamönnum. embarassed

Ármann Birgisson, 19.1.2016 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband