Umhverfismál

Já - það var nú það!  Ofneysla og umhverfisvernd kemur upp í minn huga þegar ég las þetta "Ég þarf að borða á tveggja tíma fresti til að viðhalda vöðvamassanum...".    Já - einmitt.  En er þetta nú umhverfisvænt?    Er þetta ekki bara vitleysa eins og það að halda hund sem étur á við fjögurra manna indverska fjölskyldu á dag?   Fljótlega þurfum við nú að byrja - fyrir ýmsa því miður - aðra er þetta gleðiefni - að gera upp hug okkar hvort við viljum. Halda fólki á lífi eða hundum. Mér verður ennfremur hugsað til þeirra sem velja að eta á tveggja tíma fresti til að geta gert það sem þarf til að standast ídealið í filmbransanum.  Getur maðurinn ekki bara teiknað sixpakk á magan og photo-shoppað restina?    Það væri í raun mun umhverfisvænna.


mbl.is Borðar allt að átta máltíðir á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband