Mannræningjalist - listsköpun eða bilun?

"Alice im Wunderland" kallast þessi sýning eða "installation" eins og það er gjarnan kallað þegar listamenn hafa það ekki alveg á hreinu hvað þeir eru að sýsla með en vilja koma sínu á framfæri. Já, það er norski listamaðurinn Gorm Heens sem hefur endurskapað vistarverur Natascha Kampusch, þá er henni var haldið fanginni af manni rétt fyrir utan Vínarborg í Austurríki í 8,5 ár. Listamaðurinn vill reyna að endurskapa ekki bara vistarverurnar sem henni var haldið fanginni í, heldur þá "rómantík" sem "blómstraði" (skv. fjölmiðlum) milli þess sem hélt henni "fanginni" og svo Natöschu. (Það fylgir sögunni að hún hafi ekki litið á sig sem fórnarlamb þegar hún var frelsuð úr nauðunginni).  Natascha mun hafa keypt húsið þar sem henni var haldið fanginni til að það yrði ekki notað í sambandi við ferðamannastrauminn og forvitið fólk.  

Nú nú, hvað sem þessu líður þá er ég að velta því fyrir mér hvort við séum ekki komin illa langt frá því sem kalla má list. Hugtakið "list" á vissulega að vera svo opið sem listin sjálf, en hjálpi mér allir heilagir. Þetta er hreinlega alveg ga ga ga...    Með í huga það sem heimsbyggðin hefur fengið að upplifa núna nýlega í heimspressunni varðandi þennan mann sem hélt konu fanginni í næstum 20 ár, gerði hana 7 sinnum ófríska og ættleiddi síðan nokkur börnin - nei, þetta hefur ekkert með list að gera. Fyrirgefið mér að ég segi það, en ég finn það ekki í hjarta mér að skíta út listhugtakið með því að kalla svona "gerning" list.  Sorry, Gorm!

Hérna er hlekkurinn á netinu til heimasíðu Dagens nyheter:  http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=2206&a=764953 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband