Biblían mín datt í sundur

Já, biblían mín datt í sundur núna í morgun. Ég er búinn að reyna tjasla henni saman, en hér er annað hvort þörf á nýju bandi um lúna bókina eða kraftaverki.

Ég keypti þessar biblíu sumarið 1991. Síðan hefur hún fylgt mér æ síðan. Bandið greinilega var mjög lélegt, því ég hef einatt gætt að því að fara vel með bókina. Manni finnst að bandið ætti að halda 17 ár, en svo var ekki.  

Núna er ég sem sagt, biblíulaus. Sænska biblían mín er svo illa þýdd að ég forðast að nota hana.  :(

Málið er að ég vil ekki, eftir að hafa kynnt mér nýju bibíuþýðinguna, fá mér nýju biblíuna sem kom út núna nýlega enda sú þýðing hálfdrættingur þeirrar sænsku sem þó er vart nothæf. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þær eru nú margar ónotaðar uppí hillu, en þín augljóslega mikið lesin!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.5.2008 kl. 17:17

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Sælar Jóhanna! Jú, hún hefur aldrei náð að komast á neinn fastan stað í bókahillunni, enda þar tel ég ekki biblíunnar stað vera, heldur á hún að vera nálægt til handar og uppslegin.  :)  Þykir vænt um biblíuna mína. Verð að kanna hvort ekki sé ennþá hægt að kaupa 1981 biblíuútgáfuna, eða einhverja eldri í STERKU bandi.

Baldur Gautur Baldursson, 6.5.2008 kl. 17:42

3 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Biblían frá 1981 á netinu

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 9.5.2008 kl. 23:49

4 Smámynd: Linda

Sæll og vertu marg blessaður, þakka þér þín kveðju á mínu bloggi.  Ég tilefni efnisins á þessum þræði þá langaði mig að deila með þér að ég nota NIKJ eða the new King James Version sem er á ensku, hún er frábær, svo eins og Ólöf bendir á er hægt að nálgast 81 mótelið á netinu.  Svo er um að gera að hringja í fornbókasala, þeir eiga eflaust lítið notuð eintök af 81 biblíunni.

Hafðu það sem allra best á Hvítasunnunni.

Linda, 10.5.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband