Kjötskandall - gamalt kjöt í stað nýs

Svíar hafa fengið að kenna á því hvað getur gerst þegar ein verslunarkeðja verður of stór, valdamikil á markaðinum og siðlaus.

Fyrir jólin 2007, kom í ljós að í fjölda verslana ICA í Svíþjóð hafði gömlu kjöti, sem runnið var út skv. síðasta neysludegi, endurpakkað og sett fram í verslanir á ný.  Þetta gerðist aftur og aftur, jafnvel þótt ICA hefði haldið rekistefnu um þetta og rætt opinberlega um að þetta náttúrulega gengi ekki. Einhverjum var til og með gefið rauða spjaldið og skipt var út kaupfélagsstjórum í einstaka verslunum. En allt kom þó fyrir ekki. Gamalt kjöt fór að skríða fram í hyllurnar og enginn tók á sig ábyrgð fyrir einu eða  neinu.  Nú velti ég því fyrir mér hvort þetta gæti verið upp á teningnum í verslunum á Íslandi. 

Núna hefur verið ákveðið af yfirvöldum að eftir að gamalt kjöt hefur sannanlega verið sett fram í verslanir hér í Svíþjóð, megi taka verslunarleyfið af viðkomandi verslun.  BRAVÓ!  Nóg að þurfa borga hátt verð fyrir matvöru en að drepast ekki úr einhverri eitrun af því líka að eta vöruna.

http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=3130&a=767531


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Veit ekki hvort þetta er á Íslandi, en dóttir mín kannast við þetta í Danmörku.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.5.2008 kl. 23:58

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Ekki bara leika þeir sér með neytendur heldur samtímis og þetta gerðist, þetta með gamla kjötið, þá jókst sala í búðunum þeirra. Neytendur eru bara vanir að vera blekktir og misnotaðir!

Baldur Gautur Baldursson, 8.5.2008 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband