Lessing leið

Doris Lessing fékk nóbelsverðlaunin í bókmenntum nú í desember síðastliðnum. Lengi ver vitað að gengið hafði verið hjá henni og oft til að geta deilt út verðlaununum á það sem Svíarnir kalla "politiskt korrekt sätt" eða samkvæmt öllum reglum um jafnræði og jafna dreifingu. Jæja, núna er Doris bitur heima í sínum slitna sófa. Blekið hefur gengið til þurrðar í pennanum og andagiftin hefur yfirgefið hana. Hún segir það ekki með beinum orðum, en telur það í raun vera "fjandans óheppni" (eins og fréttakonan nefnir það) að hafa fengið svona seint þessi, af flestum, eftirsóttu verðlaun. Gamla 88 ára Doris Lessing vill meina að öll fjölmiðlaumfjöllunin kringum verðlaunin hafi orðið til þess að geta hennar til að skrifa hafi horfið.

Líklega verður það bara gin í tónik sem fyllir hönd hennar í framtíðinni, í stað pennans.

http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=2374&a=768835


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dagmar Baldursdóttir

Já ömurlegt að fá alla þessa athygli!!!  Bækurnar bara seljast og seljast og allir vilja tala við mann .

Fanney Dagmar Baldursdóttir, 14.5.2008 kl. 23:17

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Já, þetta er náttúrulega alveg hræðilegt!  :)

Baldur Gautur Baldursson, 15.5.2008 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband