Laugardagur... og ég bíð eftir Miss Marple

Dagurinn í dag hefur verið svolítið öðruvísi en flestir laugardagar. Ég var í prófi í kúrsinum mínum um menningar-, lista og íbúasögu Pompeyjar. Prófið var salpróf. Langt síðan ég hef verið í 6 tíma skriflegu prófi. Puttinn á mér var kominn með far eftir pennan og ég var að deyja úr þurrki, þar sem ég hafði gleymt að hugsa út í að taka með mér drykk.  Prófið gekk vel. Ég sat í 6 tíma og fór ekkert út. Var hreint og beint að deyja í kroppinum eftir þessa maraþonsetu. Þetta var mikil greiningarvinna og gagnaðist listfræðin vel þar. Erfiðasti hlutinn, notkun greiningarlykla á hina fjóra málningarstílana og greining byggingarefnis og aðferða við notkun þess...  Erfitt að gera þetta á blaði. En þetta tókst stóráfallalaust. 

Eftir prófið hélt ég heim á leið, en kom við hjá Georgi og Hrönn góðum grönnum og löndum mínum hér í húsinu. Hrönn hafði rifið sig framúr árla morguns og bakað köku. Kökunni var svo skolað niður með góðu sterku kaffi.  Just like home!  Ég var kvaddur með uppþvottavél sem er að malla og sulla framm í eldhúsi núna. Gott til þess að hugsa að uppvaskið þurfi ekki að vera stressþáttur þegar maður getur verið án þess.  :)    TAKK!

Annars er Mikki að vinna, félagarnir úti að djamma, ég búinn að fara í göngutúr, sækja bók til kunningja míns og er að fara poppa. Jamm, nú verður það popp og kók kvöld yfir Miss Marple sem ætlar víst skv. sjónvarpsvísinum að svo óvænt leysa morðgátu. Einhver er að senda fólki baneitruð sendibréf og Marple ætlar að vera fljót til og "svara" bréfunum  :)    Sem minnir mig á að skrifa bréf í kvöld.  Á morgun er ég svo að vinna í kirkjunni.

Ég á að skíra stúlkubarn á morgun í kirkjunni. Það verður gaman. Búinn að tala við foreldrana tvisvar og kom það upp á föstudaginn að mamman væri óskírð. Hún spurði hvort hún mætti skírast á eftir dóttur sinni. Svo þetta verður tvöföld skírn.  Ennþá skemmtilegra.  Kveiki þá lifandi ljós hér í kvöld fyrir þeim og deginum á morgun eins og ég geri þegar ég á að skíra eða jarða.  

Jæja, best að fara poppa og leita að handbókinni minni.  :)  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Maraþonpróf! Í hvaða námi ertu?

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 18.5.2008 kl. 09:39

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Ég er í meistaranámi í listfræði með sérsvið innan táknfræði og kirkjulist. Prófið hinsvegar, sem ég sat í núna á laugardag, var innan fornleifafræði (list, samfélag og líf í Pompeii - av.) þ sem er frístandandi kúrs sem ég legg til meistaranámsins.   Mikið pússl sjáðu til. !    :) 

endilega sendu línu: dominus(att)islandia.is

Baldur Gautur Baldursson, 20.5.2008 kl. 06:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband