Police brutality?

Það vekur ekki furðu mína beinlínis að fólk skipi sér í tvær fylkingar með kaftfora guttanum eða lögreglumanninum með stutta kveikjuþráðinn. Það hefur löngum verið svo að fólk í óupplýstu ástandi sínu, tekur sér skjól bak við fjöldan og þannig lætur gjalla með ókvæðisorðum að öðrum hvorum aðilanum.  Báðir eiga sök að máli. Guttinn kjaftfori, velur að þenja sig út fyrir framan vini sína, leikja þá "hetju" sem til þarf til að fá virðingu og lotningu vinarhópsins. Guttinn er að staðsetja sig í goggunarröðinni og með því að taka smá "fæting" skýst hann upp á við í fyrrnefndri röð goggunarinnar. Hann sýnir hvað honum hefur lærst á sinni hlutfarslega stuttu ævi og beitir kunnáttu sinni í erlendum tungumálum til uppreisnar sinnar mót lögvörðu valdboði starfsmanna ríkisins.  Lögreglumaðurinn, illa launaður og þreyttur eflaust eftir langar vaktavinnu, þrautpíndur, lætur agaleysi og illa uppfóstran guttans kjaftfora espa sig og etja. Hann lætur undan, stuttur kveikiþráðurinn kveikir í tundrinu og púff púff... hann ræðst til atlögu mót guttanum kjaftfora. Hann hefur greinilega misst af lögregluæfingatímum í Lögregluskolanum [e. Police Academy]. Við skulum ekki dæma þá of hart, hvorki guttan kjarftfora nér heldur úttaugaða lögreglumanninn. VIð verðum þess í stað að biðja og heitast vona að þessir tveir lendi ekki í neinum af lífsins stóru raunum. Að minnsta kosti ekki þegar filmaðir, á opinberum stað eða í vinnugalla (uniformi).

Líklega fær lögreglan þá virðingu sem hún hefur unnið til og guttinn kjaftfori sinn rauðmarða háls til minningar um misheppnaða verslunarferð. Allir ættu að geta dregið lærdóm af þessu, en raunar tel ég að engum beri að refsa. Þetta verði víti, öðrum til varnaðar.


mbl.is Mál lögreglumanns til ríkissaksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get ekki verið sammála þér, unglingurinn bregst við vegna þess að honum finnst á sig hallað og hann beittur óréttlæti valdsins. Lögreglumaðurinn notar fyrsta tækifæri til að ráðast á unglinginn og gerir það á mjög svo grófan máta þess sem valdið og kraftinn hefur. Hafa menn aldrei heyrt talað um það að ræða málin, það er svo furðu margt hægt að vinna með kurteisi og rólegheitum þrátt fyrir kjaftforann unglinginn. Það að unglingurinn beiti fyrir sig erlendu orðtaki segir ekkert annað en það að það er það sem unglingar gera og hafa gert síðustu áratugina. Og að blanda launum lögreglunnar inn í þetta mál er fáránlegt og ég vona að börnin þín verði aldrei fyrir svona nokkru ég myndi alla vega ekki verða ánægður sef þetta kæmi fyrir mína drengi. Ef lögreglan hefði vitað að hann væri myndaður þá hefði hann hagað þessum málum með allt öðrum hætti og sjálfsagt nýtt sér það sem hann hefur lært í sínum skóla, en þarna er það valdið og krafturinn sem er að verki og ekkert annað og þessi maður ætti að skammast sín. Ég veit vel að unglingar geta verið kjaftforir og þá sérstaklega í vinahópi, en það réttlætir ekki framkomu lögreglumannsins.

Valsól (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 17:27

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Gleymum ekki að eftir höfðinu dansa limirnir. Þessi lögregluþjónn var jú bara lágt settur... hvernig er þá hitt liðið  :)

Baldur Gautur Baldursson, 27.5.2008 kl. 17:40

3 identicon

Já. þetta er frekar skrýtið video. Mér finnst strákurinn hefði getað verið aðeins kurteisari, en það afsakar ekki hegðun löggunar. Hann átti kannski slæman dag bara.

Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband