Þaklaukurinn minn fallegi

Nú er eins og allt keppist við gleðja mig í undursamlegri náttúrunni hér umhverfis mig. Náttúran sjálf, vatnaliljurnar á Lappkärret, löngu störrin í mýrarhorninu í sama polli, stóru eikartrén, askurinn, hlynirnir og djúpgrænu álmarnir og svo hvítstofna bjarkirnar allt er eins og að springa af krafti, lífskrafti. Litla leirkrukkan mín sem lengi bar í sér einhverja ómyndaða forgerð kringvaxinna blaða hefur nú fengið fagurgrænan lit og hefur í þokkabók tekið upp á því að blómstra. Eftir að hafa kannað á netinu og leitað í blómabókum hef ég komist að því að þessi lita jurt heitir "þaklaukur" hér í landi Svía. Latneska nafnið er sempervivum tectorum og er af crassuluættinni. Þykkblöðungur semsagt, fjölær og einstaklega sólsólgið, þurfalítið og þakklátt lítið grey.  Hérna er mynd sem ég tók áðan af þessu blómi.

jkk0019


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband