Grátandi börn og æpandi ungviði

Á baðherberginu er svona lofttúða fyrir ofan baðkarið. Svona loft/rakahreynsibúnaður finnst í öllum 34 íbúðum hússins. Í nótt skrapp ég á klósettið og "sat þar í hægðum mínum". Þá rann upp fyrir mér skelfilegur sannleikur þessa húss að líklega sé verið að þrælpína, limlesta eða meðhöndla lítil börn af ólýsanlegri vonsku og hatri.  Nei, reyndar ekki. En hljóðið frá lofthreinsibúnaði hússins, er einmitt svo búið að einhversstaðar í stokkum eða rörum, ventlabúnaði eða hreyflum myndast hljóð sem minnir neyðar- og þjáningarhróp bortnumdu barnanna í Pankot Palace í kvikmyndinni um Indiana Jones and the Temple of Doom. Þetta eru hljóð sem minna á ungbarnagrát, sársaukaskræki og breim í köttum.  Já, þetta er flott bakgrunnshljóð fyrir hvaða hryllings- eða serialmörderræmu sem helst.

Reyndar setur oft að manni óhug þegar maður villist inn á klósettið svona síðla nætur. Óneitanlega fer maður að skapa sögubakgrunn fyrir þessi ó-hljóð. Ég hef ímyndað mér að á fjórðu eða fimmtu hæðinni séu þrælabúðir með gámainnfluttum börnum, eða börnum sem rænt hefur verið þegar fjölskyldan hefur verið á ferðalagi. Þau sitja þarnar grátandi blessuð börnin og sauma fótbolta fyrir næstu EM keppni, eða spinna fín klæði úr kóngullóarvefjunum sem umlykja hraunkennt ytra byrði hússins. Hver veit. Vegna þess hversu tilraunir lyfja- og snyrtivöruiðnaðarins á dýrum hafa mælst illa fyrir, hafa þessir aðilar tekið að nota lítil börn. Það má vel ímynda sér að einhver þessara barna ólmist sem minkar eða refir í búrum í einhverri íbúðinni á fjórðu eða fimmtu hæðinni. Að grátur þeirra og gnístran tanna skeri sig upp í gegnum loftræstikerfi hússins, gegnum merg og bein allra þeirra sem leyfa sér í þögn Stokkhólmsnæturinnar að fara inn á klósett.    úúúúúhhhhhaaaaa...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hihi, já. Magnað hvað maður verður oft vitur eftir góðar hægðir og fær sjötta skilningarvitið. Þú hefur eflaust fengið uppljómun, enda gerast þær oft við góðar hægðir. Ég vona hins vegar að þessi saga sé bara í ýmindunaraflinu þínu

Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 15:02

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Þetta hljómar bara svo skelfilega, það rísa á manni hárin og nákuldinn umvefur mann. ÚÚÚhhhhh

Baldur Gautur Baldursson, 7.7.2008 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband