Evran... skuggalegar afleiðingar fyrir einkafjárhag

Með orðinu einkafjárhagur á ég við það fjárhagslega umhverfi og forsendur sem einstaklingar lifa við í sínum nærheimi. Þá er ég að tala um þær fjárhagslegu forsendur sem einstaklingar eða fjölskyldur hafa útfrá launum gagnvart vístölum, vöxtum banka, þjónustugjöldum þeirra sömu og svo áhrifþáttum öðrum (matvöruverð, hiti, rafmagn, sími, net, bensín, lækna og lyfjakostnaður ofl.)  Með opinberum fjarhag á ég við það sem lítur að alheimsáhrifum á fjárlagagerð ríkisstjórna hvers tíma og svo hvernig þær ríkisstjórnir vinna sig í gegnum sveiflur og áhrifsþætti erlendis og heima.

Það er skoðun mín að með því að taka upp evruna, væri tekið óafturkræft hættuspor fram til óvissu og þrælbindingar þjóðarhags. Fastgengisstefna hefur kosti og galla. Erfitt er að segja að gallarnir séu fleiri en kostirnir, en lítum á staðreyndir málsins.  Þau lönd sem tekið hafa mót evrunni hafa flest öll orðið fyrir hækkandi verðlagi. Með það í huga að vöruverð (matvara sérstaklega og eldsneyti) hefur hækkað í verði, hafa þau lönd sem staðið hafa utan evrusvæðisins komist lítið eitt betur frá þessum vöruverðshækkunum.  Bretland, Noregur og Sviss. Að ferðast til suðrænna landa og halda að maður sé að spara pening í mat og gistingu t.d. á Spáni, í Portúgal, Ítalíu eða Grikklandi heldur ekki lengur. Vöruverð, matvara og slíkt kostar nákvæmlega jafn mikið og í Svíþjóð, Þýskalandi eða Danmörku.

Að taka upp evru er einnig tilfinningalegt mál. Að tengja íslensku krónuna evrunni, en halda samt áfram að slá íslenska mynt og prenta íslenska seðla er náttúrulega kjánalegur staðreyndarflótti. Ég held að eigum við að binda krónuna einhverri mynt, eigum við að binda hana einhverri tryggri mynt sem hefur ekki Evrópusambandstengingu.  Mér dettur í hug norska krónan. Að 10 IKR = 1 NOK.  Þetta gæti verið upphafið að nýj myntsambandi milli Noregs og Íslands; að Ísland fái eina hliðina á myntinni og Noregur hina. Af hverju ekki?   Þetta er nú bara hugmynd. Ég tel ekki að Ísland eigi að tengjast myntbandalagi eða gengi myntar Evrópubandalagsins þar sem við erum ekki meðlimir.  Normenn hafa afar tryggan fjárhag og eru skuldlaus þjóð.  Þeir hafa tryggan fót fyrir mynt sinni og því ástæðulaust að hafa áhyggjur af fjárhagsörygginu í framtíðinni.   

Kveðja frá einum sem er orðinn þreyttur á að nota íslenska krónur sem eru einskis virði.


mbl.is Evruhugmynd ekki ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Verðlag hækkar alltaf þegar er skipt um gjaldmiðill.
Það væri hugmynd að hafa myntbandalag með Noreg.
Í fyrra kostaði norska krónan 9 íslenskar, í dag 15,20, næstum helmingi meira.
Gengislækkunin undanfarið er orðin miklu meiri heldur en hún var á verstu verðbólgutímanum á áttunda áratug. Ég keypti eitt sinn 1 kg smjör og borgaði með meira en kíló af klinki Einu sinni var ég með íþróttatösku fulla af klinki og fyrir það keypti ég íslenska ullarslá handa eins árs barni.

Heidi Strand, 14.7.2008 kl. 20:36

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Þetta er skelfilegt. Auðvitað á að fella ríkisstjórnina. Því miður tel ég að það myndi ekki gera ástandið hót betra ef við færum að setja stjórnar"andstöðuna" við völd.  Ég stend enn við tillögu mína að setja þjóðstjórn, þ.e.a.s láta forseta Íslands mynda starfsríkisstjórn þar sem hann sæti í forsæti og veldi sér til tuttugu og fjögurra mánaða tímabils aðila úr háskólum, jafnvel erlendisfrá, úr viðskiptalífinu, dómstólum, frá málsmetandi stofnunum öðrum en Seðlabankanum.  Þetta gæfi þeim tíma til að skýra þjóðinni hversu illa væri komið og hvernig þeir sæju að hægt væri að ausa þjóðarskútuna og gera við sjálfsköpuðu götin öll.

Baldur Gautur Baldursson, 15.7.2008 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband