Ríkisreknar morðsveitir?

Það er hryggilegt að hugsa til þess að sú þjóð sem er leiðandi í stjórn- og hermálum (alheilmslöggan) skuli enn vera á svo siðferðislega lágu plani að hún skuli enn snúa sér til "lausna" svo sem að myrða fólk sem dómsúrræða við harðari glæpum.  Þetta er hryggilegt og sýnir að allt frá upphafi og fram til dagsins í dag er ríkisbáknið þar vestra svo illa fúið og myglað að þeir ráða ekki við að leysa þau mál sem koma upp í dómskerfinu án þess að vera gerast meiri glæpamenn en þeir sem þeir eru að dæmi (oft saklaust fólk eða greindarskert).

Legg til að Íslendingar leitist við að vinna að hinu gagnstæða á alþjóðagrundvelli, beita sér gegn dómsmorðum. Enginn á rétt á að taka líf annarar manneskju, nema í sjálfsvörn. Það gerir ekki glæpinn betri að taka fólk af lífi og svo virðist mér að brotatíðnin hafi ekki minnkað heldur, þótt ríkisreknum dómsmorðum sér beytt.


mbl.is Deilt um aftökur í Texas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Baldur Gauti Baldursson; Þú hlýtur að skilja það að á meðan maðurinn er að taka til í görðunum hjá grönnum sínum, hreinsa til í ruslatunnunum þeirra, rífast við eiginkonu grannans fyrir hans hönd, rassskella börn grannanna og kenna náunganum og fjölskyldu hans mannleg samskipti og mannasiði.  Svo þarf hann að taka flísina úr auga grannans og konunni hans....... - þá má maðurinn ekki ekki vera að því að taka til í sínum eigin garði.  Þú verður að hafa skilning á því.

Það getur verið að maðurinn sé á lágu siðferðislegu lágu plani, en þú verður að vita að hann hefur alltaf eitt vopn sem hefur dugað honum í gegnum áratugina og mun gagnast honum um langa framtíð; sjálfsréttlætinguna.

Kveðja, Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 16.7.2008 kl. 18:21

2 Smámynd: Nýbúinn

"Takk fyrir góð innlegg Oddgeir Einarsson!  Þörf komin að tala um fyrir hálfmóðusýkislegum feministum sem sjá djöfulinn í hverju horni þegar um karlmenn er að ræða. Sú fullyrðing að allir menn séu ógeðslegir kynferðisglæpamenn, ef ekki þá verðandi kynferðisglæpamen - liggur í loftinu. Ég verð að játa að ég er orðinn hundleiður á þessu feminístasnakki. "

Þetta las ég eftir þig séra Baldur.

Ekki vildi ég að þú værir minn prestur og ég vorkenni söfnuði þínum, ef þú þá hefur

einhvern. Sérstaklega konunum í honum.

Ég trúi varla að þú sért guðs maður, athugasemdir sem ég hef lesið eftir þig líkjast frekar vandræða ungling í tilvistarkreppu.

Guð blessi þig.

Nýbúinn, 17.7.2008 kl. 19:11

3 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Í pistilskynningu á bloggsíðu þinni, kemur fram að þú teljir hina "pólitískt réttu" umræðu vera á villigötum, eða svo skil ég þig. Þú kjósir óbundið orðaval og viljir ekki hengja þig á ákveðna pólitískt rétta orðmyndanir og þar eftir orðaval. Þetta skil ég og fylgi stórt séð málflutningi.  En svo gerist það að ég pára nokkrar línur með "pólitískt röngu" málfari og þá tekur að hvína í þakplötunum hjá þér.

Ég veit ekki hvar þú stendur í trúarlegum málum, það gildir kannski einu. En skín í gegn hjá þér að ákveðin stétt manna og kvenna er siðferðislega og lífsmynsturslega undir þrengri túlkanir og strangari regluverk. Þetta er og hefur verið oft stóri bitinn í málflutningi þeirra sem eru utanþjóðkirkjumenn/konur. Því leyfi ég mér að álykta að þú standir utan þjóðkirkjunnar eða hafir skilið við hana á borði og sæng. Ef grunir minn reynist á rökum reistur, bið ég þig að setja öðrum ekki hærri siðferðilegar skyldur eða undir þrengri reglur en þú sjálfur getur staðið undir.

Svo aftur að máli málanna. Þetta "samtal" sem hefur verið í gangi á spjallsíðu eins bloggarans, er til þess fallið að láta í ljós skoðanir sínar. Þetta getur fólk gert á pólitískt réttum nótum (sem skv. bloggsíðu þinni "Nýbúinn" angrar þig) og svo getur maður undir ljósi málfrelsis, leyft sér að segja skoðanir sínar ó hinum svokölluðu ópólitisku nótum, eða pólitískt röngu nótum.  Ég leyfi mér að hafa þær skoðanir sem ég vil, styð þær með lífsreynslu, þekkingarmyndun minni og fróðleiksheimt frá ólikum sviðum.  Falli þær þér ekki í geð, þarftu ekki að lesa þær, eða að minnsta kosti ekki innbyrða þær sem þú virðist nú hafa gert. Ég vona að ég hafi ekki með orðum mínum tekið frá þér neinn svefn.

Feministísk viðhorf eiga sannarlega rétt á sér. Í pistlunum á upprunalegu bloggi var verið að ræða hórur (til að vera pólitískt réttur í orðavali: vændiskonur, - lagasetningu Svía í sambandi við þessa elstu starfsgrein veraldar).  Gott og vel. Að ég sé andvígur lagasetningu gegn vændi, er skoðun mín. Ég er að mínu mati þar með að gæta hagsmuna vændiskvenna (og karla sem einnig stunda vændi). Ég veit að verði farið að vilja feminista, verður hagur vændiskvenna öllu slakari.  Vændi mun ekki hverfa þótt til lagasetningar komi. Svo grunnhyggin fáum við ekki að vera. Verði konur (og menn) neydd til að vinna þessa vinnu sína í skjóli myrkurs og í undirheimum samfélagsins, getum við sannarlega sagt að við höfum gert allt sem við getum til að gera líf hlutaðeigandi að enn hættusamara. 

Ef við leyfum vændi, með vissum skilmálum s.s. heilsuvernd, tilkynningarskyldu, greiðslu skatta og opinberra gjalda etc.  er hægt að gera það sem ríkið (og ríkið það erum við) getum gert fyrir þessar konur og menn til að líf þeirra verði sem öruggast og um leið að koma í veg fyrir misbeytingu, mansal, minnka tengls við undirheima og glæpahyski.  Ég vil leyfa mér að geta þess að í Rómaveldi var hórum búinn ákveðinn réttarstaða. Þær voru álytnar mikilvægar til að kynferðisglæpir væru fátíðir, talið var að hjónabönd Rómverjanna og þar með kjarnafjölskyldan viðheldist (að óhamingjusöm hjónabönd hefðu "von" gengum að hægt væri að "nýta sér þjónustu vændiskvenna" og síðast en ekki síst, að þar sem konur vildu ekki vera að eiga börn allan sinn barneignaraldur, voru vændiskonur álitnar hinar ágætustu hjálparhellur). Konum þessum var gert að skrásetja sig og þannig tryggðu sér ákveðna réttarstöðu og voru þar með ekki að fela starfssemi sína (nb. skattinnheimta). 

Svo ég segi enn og aftur og stend við orð mín: Það þarf að tala um fyrir þessari hálfblindu móðursýki feminista. Við verðum að taka blinkurnar frá augum þeirra og leyfa þeim að sjá lífið eins og það er. Það er alltaf heillandi að hafa hugsjón, en í guðanna bænum elskurnar, skjótið ekki systur ykkar og ykkur sjálfar í fótinn.  Lítið dagsins ljós og sjáið samfélagið eins og það er.

Sofðu vel um helgina!

Baldur Gautur Baldursson, 18.7.2008 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband