Til hamingju Frakkar! Til hamingju Íslendingar!

Jamm sit hérna og horfi á úrslitaleikinn. Sænsku íþróttafréttamennirnir eru á bandi Íslands, en geta því miður ekki orða bundist yfir getulausum leik Íslendinganna. Þeir reyna að lofa ekki um of Frakkarna, en ég get ekki orða bundist. Frakkarnir leika skemmtilega og viðburðaríkan handbolta.  Það sama verður ekki sagt um okkar menn.  En þeir eru sennilega bara sáttir við silfur. Það sem í raun vekur spurningar hjá mér er: Við höfum engu að tapa, silfur í höfn og allt annað væri fínt. Af hverju spilum við ekki að meira dyrfsku?   Bara leikum okkur og komum enn á ný á óvart?

Jæja, best að hætta þessu snakki.... 

Ísland, - til hamingju með silfrið. Frakkar, - til hamingju med sigurinn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband