Pulchritudo contra dolorem

Ég rakst á stutta grein um tilraunir sem Marina de Tommaso prófessor i taugalækningum við háskólasjúkrahúsið í Bari á Ítalíu hefur verið að gera. Marina hefur verið að mæla taugaviðbrögð fólks sem hefur fengið sársaukaframkallandi straumboð í líkamann. Þegar fólkið hefur svo verið að ná sér eftir hina óþægilegu sársaukahrynu, hefur fólkinu verið sýndar myndir af listaverkum frá hinum ýmsu tímabilum listasögunnar. 

Niðurstaða Mariun Tommaso prófessors í Bari á Ítalíu er sú að þeir þátttakendur í tilraun hennar sem fengu að sjá "fallega" list voru fljótari að ná sér en þeir sem fengu að líta það sem af rannsóknarteyminu álitið var "ljót" eða "ekki falleg list".

Þá vaknar spurningin:  Hvað er falleg list. Mörg listaverkana sem töldust til hins síðarnefnda hóps listaverka "ljótleikans" eru meðal hinna frægari kúnstarinnar verka og flest öll skreyta sali hinna frægustu listasafna heimsins. Hvað er þá að!  Er verið að hengja ljóta list upp í sýningarsali um allt?  Nei, sannarlega ekki. En spurningin stendur þó ennþá: Hvað er "falleg list" og hvað ekki?  Getur verið að í hinni einföldu fegurðarskynjun séum við bundin því sem stendur okkur nærri í umhveri okkar, það sem auðskiljanlegt er? Getur verið að þá er við reynum að endurskapa á striga, í stein, málm eða vefnað það sem okkur finnst fallegt að niðurstaðan verði auðmelt og aðgengileg list sem krefst minna af skynjunarfærum okkar og heila en list sem er meira abstrakt og bundin ókunnuglegri fomum?  Ég held það reyndar.  Ég held að hér séum við að nota aðrar skynjunaraðferðir við nálgun listarinnar en þegar við til dæmis göngum gegnum salarkynni sem full eru af verkum Nicolas Poussin, Michaelangelo, Louis Le Vau eða okkar Bertels Thorvaldsen en þegar við þurfum að beita öðrum aðferðum við að njóta og nálgast verk Ólafs Elíassonar, Neo Rauch, Paul Klee eða Frida Kahlo.  Það er því ekkert óvenjulegt að viss tegund listar, veki notakennd meðan önnur list hrærir í okkur og vekur sterkar tilfinningar af annari tegund en sú fyrri.

Þessi umræða er eilíf, rétt eins og listin. Öll list er lofgjörð til sköpunarinnar, meðvitað eða ómeðvitað. Þetta er leikur, trúlkunarþrá, sköpunarþrá. Þetta er leikur með liti og form, dýpt och nálgun. Svo lengi listin talar til okkar, er hún lifandi, svo lengi hún er túlkandi, svo lengi hún hefur mál, er hún eftirsótt. Listin getur verið harmónísk í sér eða skapað þessa eftirsótta samhljóm sem við sækjum svo í. Sumir eru úti eftir ljúfleika, mildu umhverfi - vé í hversdeginum, meðan aðrir vilja þversagnir, sterkar andstæður og ákveðin form.  Þetta vekur tilfinningar og vellíðan. 

Flott hjá Marinu Tommaso að taka þetta upp og sýna enn fram á að umræðan fer í spíral, endurtekur sig en sækir þó fram.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband