Sagan sem ekki mátti segja!

Það er skrýtið að oftar og oftar verður mér hugsað til ævintýris H.C. Anderssens Nýju fötin keisarans, þess danska snillings sem skrifaði svo mikið og merkilegt. Oft leynist boðskapurinn djúpt í orðum hans, en í örðum frásögnum hans opinberast þau okkur glettnislega á sjálfu yfirborðinu. Í dag sér maður ævintýrið vakna til lífs í öllum hornum samfélagsins. Nýjasta dæmið er að sjálfssögðu ummæli ágæts formanns Lögreglufélags Reykjavíkur Óskars Sigurpálssonar um að "að ríkislögreglustjóraembættið hefði að mörgu leyti verið tilraun sem hefði misheppnast."  Ekki þurfti orð Óskars til að segja það augljósa. En nú hefur "strákurinn" í ævintýri H.C.Anderssens hrópað sannleiksorðin og ný hriktir i stoðum brauðstólpaveldisins niður í Rauðarárvík. Menn eru farnir að vakna ónotalega í purpurakápunum sínum, gullbrydduðum og eftirhátíðarlyktin í salarkynnum þeirra breytist í fnyk og ólykt þegar þeir finna ferska loftið skyndilega berast inn við gluggaopnun Óskars lögreglumanns.

Hversu oft hefur fólk ekki spurt sig: Var ríkislögreglustjóraembættið ekki óþarfi?  Hversvegna öll þessi yfirbygging yfir það sem áður ekki einusinni var til? Hverjum þurfti að hygla að?  Hverjir voru gæðingarnir sem þurftu mýkri stóla? 

Þetta er kannski líka sagan um litla snjóboltann sem litla stúlkan missti úr höndunum efst upp í brekku og síðan nokkrum mínútum síðar stútaði húsi neðst í brekkufætinum! Hvað hefði kostað að ráða 3 vana (lögreglu)menn að vinna á skrifstofu Dómsmálaráðuneytis og Landhelgisgæslu til að annast heildarskipulag, útfærslu hugmyndafræði erlendra samskipta?   Hversu miklu minna hefði það nú kostað og hversu afkastameiri hefði slík starfssemi ekki verið?


mbl.is Fimm hafa sagt sig úr Lögreglufélaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband