Ausið strákar, ausið! Við förumst annars!

Ég kíkti á síðu Kaupthings fjármálaveldisins, þar sem krónurnar mínar eru geymdar.  Á gjaldeyrisyfirliti síðu fjármálaveldisins sá ég að íslenska krónan hefur fallið enn meira í verðgildi. 1 SEK = 14.60 ISK.  Aldrei þau síðastliðin 4 árin sem ég hef búið í Svíþjóð hefur þessu verið svo illa farið.

Í morgun þegar ég kveikti á tölvunni minni og sá fréttasíðu MBL að fjöldi fínna bíla hafi verið saman komnir á einum stað í Reykjavík í gærkvöldi. Þar hafi verið verið komin sú stétt manna er telst til nomenklatura Íslands.  Eru brestir komnir í leikborðið hand Geirs og vina?  Af hverju þessir kvöldfundir?  Hvað er svo brátt að það megi ekki bíða annars dags?  Svona hegðun og "neyðarfundir" eru til þess fallnir að skapa ótta og óreiðu í fjármálum og hjá einstaklingum Fólk sér að allt er ekki "í lagi".   Eða svona eins og maður segir nú til dags: usch... det låter inget bra!

Lycka til med Monopolspelet!


mbl.is Ráðamenn funduðu fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

Maður hefur það á tilfinningunni, að seðlabanki og ríkisstjórn viti ekkert hvað eigi að gera.

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 29.9.2008 kl. 08:01

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Ég hef það ekki lengur á tilfinningunni Sigríður Hulda, heldur veit ég það!  Ég er einn af þeim sem mánaðarlega flyt penging af íslenskum bankareikningi yfir á minn sænska reikning. Þú getur ímyndað þér hversu sárt það er að sjá peningana verða að engu við þau gjaldeyrisskipti.  Þökk sé ríkisstjórn undanfarinna ára!  Þetta er ríkt fólk en fátækar sálir! 

Baldur Gautur Baldursson, 29.9.2008 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband