Afturgöngur femínismans

Gangbrautarmerki í Stokkhólmi 

(mynd)

Ég var ađ lesa í fréttablađinu Metro í morgun, um leiđ og ég ferđađist međ strćtó niđur í bć. Á síđu ţrjú rakst ég á ţessa litlu mynd af annars góđkunnu umferđarskylti sem alla jafnt hefur stađiđ fyrir gangbraut. Jú og ţađ gerir ţađ enn í dag. En efni textans gerđi ađ ég gat ekki annađ en kímt. Eftir ötullega báráttu, athugiđ sérstaklega orđiđ ötullega baráttu kvenna á ţingi Svía, Riksdagen - hefur ţeim orđiđ áorkađ ađ í framtíđinni skulu bćđi umferđarskylti međ kvenmönnum og karlmönnum vera til leiđbeiningar gangandi vegfarendum og akandi.

Óskaplega er fyndiđ ađ konur, sem berjast fyrir jafnrétti á viđ menn séu ađ baxlast í ţesskonar baráttu. Ekki hjálpar ţetta nýja merki konum á atvinnumarkađi hót, eđa heimavinnandi konum sem alla tíđ hafa veriđ ósýnilegar í fjarska vanmetnum störfum sínum. Nei, ţví miđur. Ţetta umferđar merki hjálpar ţeim ekkert meira en okkur körlunum, - en yfir götur.

Hitt finnst mér ţó svolítiđ skondiđ ađ konur séu ađ berjast fyrir ţví ađ hinni sterku kynjahlutverkaskipan sé viđ haldiđ. Međ ţessu umferđarmerki "gangbrautarmerkinu" er veriđ ađ notast viđ hefđarhelgađ tákn um konu í kjól.  (Fćstar konur ganga í kjól - hverju sem ţví líđur). Mér finnst ţetta kannski skýra helst hvađ réttindabarátta og kröfur kvenna eru annađ hvort, komnar skammt á veg eđa hreinlega komnar afvega!  Hvađa tákn ţekkjum viđ ţar sem konur eru táknađar međ ţessu tákni kúgunar (ađ konum var gert ađ ganga í kjólum en ekki síđbuxum). Hvađa tákn eru skýrust í ţessu sambandi?  Ég leyfi mér ađ hugsa til snyrtiherbergja á opinberum stöđum. Er ekki hćgt ađ setja eins "unisex" merkingu og láta alla notast viđ sömu snyrtiherbergi. Tökum burt pissuskálarnar og "skápum" ţarfir allra og notum bara unisex mynd af persónu sitjandi á kósetti.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband