Hverju var búið að koma undan til á erlenda reikninga?

Já, af hverju er fólk svona hissa?  Auðvitað veit hinn meðalgreindi einstaklingur að þessar fjárhæðir sem nefndar hafa verið í fyrirtækjaviðskiptum í tengslum við verðmæti eigna og fyrirtækja áttu við engan raunveruleika að styðjast.  Mér finnst gaman að spila spilið Monopol. Mér hefur fundist ég vera í jafn raunverulegum leik og litlu jakkafatapabbastrákarnir með skjalatöskurnar á 10 milljónkróna jeppunum sínum.  Ég tel mig í dag, hafa meira vit á fjármálum en þeir, þótt þeir hafi viðskiptamenntun á bakinu, en ég enga.

Fólk hlýtur að hafa séð að þessi hlutabréfamarkaður sem teygir sig út um allan heim hefur sannarlega ekkert bakland. Þetta hef ég sagt og jafnvel skrifað um á blogginu mínu sl. árið. Þessu hef ég og margir aðrir haldið fram í fleiri ár.  Þetta hefur verið leikur með fjármagn fólksins í landinu, með fjármagn sem ekki hefur heldur verið til og ríkið hefur verið með í þessum skuggaleik.

Það sem ég furða mig mest á, er þrælslundin íslenska. Að láta trampa á sér, niðurlægja og svifta sig réttmætum eigum sínum - en gera ekkert í þessu:  Hérna í Svíþjóð myndi fólk ekki þegja og hukrast lúpulegt undir súð bíðandi eftir einhverju kraftaverki á fjármálamarkaðinum.  Gleymið því, það gerist ekki.  Íslendinganna er að sækja sinn rétt. Kalla fólk til ábyrgðar og selja allar eigur stórfyrirtækjanna, bankastofnananna, hringanna og kanna hvað þessir aðilar eiga í útlöndum.


mbl.is Reiðir viðskiptavinir Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Það verður að skipta út allt settið eins og Steingrímur orðaði og koma til botns í þessu sukki. Sækja eigur erlendis og láta jakkalakkanna borga sinar eigin reikningar.
Þeir hafa verið að leika sér með aleigu fólks og haga sér eins og peninganna urðu til í bankanum.
Þessi framkoma undanfarinn ár og flengingunni núna er svo niðurlægjandi fyrir þjóðina.
Þetta særir þjóðarstolt fólks sem er alveg hætt að treysta á ráðamönnum nema Jóhönnu.

Heidi Strand, 9.10.2008 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband