Stjórnmálamaður segir af sér!

Ofurlaunyfirembættismanna ríkisins voru fyrir nokkrum árum í umræðunni þegar Kjaradómur úrskurðaði einhverja mestu hækkun til þeirra sem þekkt er. Ég minnist þess að einn þeirra sem fengu launin sagði aðspurður af hverju þeir hefðu fengið þessi ofurlaunahækkun:  Að það væri vegna hinnar miklu ábyrgðar sem á embættisfærslu þeirra hvíldi að þeir væru með þessu háu laun.

Nú er því komið að skuldadögum. Mér finnst, að þessir umræddu aðilar sem setið hafa í toppembættum þjóðarinnar og þegið ofurlaunin, standi nú skil á embættisfærslu - gjörðum sínum og axli ábyrgðina sem þeir fengu svo rausnarlegar greitt fyrir.

Ég verð þeim degi fegnastur þá er tilkynnt verður um fráhvarf helstu ábyrgðarmanna úr stjórnmálum, efnahagskerfi, Seðlabanka og röðum þingmanna. Villtustu draumar þjóðarinnar snúast um fyrirsagnir dægurmálablaðanna. Hér er ein draumafyrirsögn:  "Stjórnmálamaður segir af sér!"

Farið að pakka, þjóðin vill ykkur ekki lengur!  Þið eruð ekki velkomnir lengur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Amen! við því.

Bryndís Böðvarsdóttir, 29.10.2008 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband