Seljum krúnudjásnin upp í skuldir

Það er örugglega eitthvert útgáfufyrirtæki innan landamæra Evrópubandalagsins sem vill kaupa útgáfuréttinn að ritverkum Halldórs Kiljans Laxness.  Ef það er vilji meirihluta þjóðarinnar að ganga í Evrópubandalagið ætti að vera í besta lagi að selja krúnudjásnin innan bandalagsins og þannig tryggja okkur velvild Evrópubandalagsins.  Að vísu verður kannski bið á því að við fáum Laxness útgefinn á íslensku, en skítt með það! Það eru svo margir aðrir rithöfundar í Evrópu sem bíða eftir að vera gefnir út! Svo auðvitað mun hann gleymast, en við fáum peninganna.

En það er líka rétt að hugsa það mál til enda að í fyllingu tímans mun hið sér íslenska koma að hverfa inn í haf aðildarríkja fjölþjóðabandalagsins, sem flest, hvert og eitt beitir áhrifum sínum og miklu fjármagni (eitthvað sem við munum ekki hafa næstu 2-3kynslóðir) til að halda sinni menningu og tungu lifandi. 

Hugsið ykkur, það er þetta bandalag sem skammsýnir Íslendingar vilja verða meðlimir að, og því miður eru Íslendingar flestir skammsýnt fólk eins og dæmin sanna.


mbl.is Útgáfa á bókum Laxness í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband