11 ár

Ótrúlegt hvað tíminn flýgur!  Elsku góða dóttir mín hún Magdalena á afmæli í dag. Hún fæddist á Heilbrigðsstofun Austurlands á Egilsstöðum þann 9. desember 1997, tæplega tveimur vikum eftir að ég hafði verið settur prestur í Valþjófsstaðarprestakalli. Við vorum nýflutt austur á Hérað og bjuggum í Fellabæ. Þetta voru tímar mikilla breytinga í lífi okkar hjóna. Flutningur, breyting á störfum okkar beggja, ég nývígður prestur, konan mín í fæðingarorlofi, fyrsta barn, fjölskyldur okkar hinum megin á landinu, bágur fjárhagur - jú þetta voru tímar mikilla sviptinga.  Stutt var í fyrstu jarðarförina mína og enn styttra í fyrstu skírnina.  Eldskírn fyrir mig og mína.

Í öllu þessu fæddist litla jólastjarnan okkar; Magdalena. Hún var óvær og var magaveik fyrstu mánuðina - en ljós á myrkum stuttum vetrardögum. Rúmum mánuði síðar skírði mamma hennar hana í Áskirkju í Fellum við guðsþjónustu hjá pabba sínum. 

Ég hringdi í hana Magdalenu mína núna í dag og óskaði frumburði mínum til hamingju með daginn.  Það er skrýtið að vera svo fjarri á stóru dögunum í lífi barnanna sinna, en svona er lífið. 

Til hamingju með daginn Magdalena mín!     @--,-`-------


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband