Góðar fréttir úr stjórnarmyndunarviðræðum

Mikið var ég glaður að fyrsta skrefið sé nú tekið í átt við það sem ég hef svo lengi þráð; að skilið verði milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Þetta byrjar í smáum stíl, en brátt vona ég að fólk skilji hvað þetta er mikilvægt. Þetta varðar gerð heilbrigðrar löggjafar á þingi og starfsfriðar framkvæmda- og löggjafarvalds.  Ég vona innilega að stjórnlagaþing muni taka fyrir þessar hugmyndir og setja þær í réttan farveg. 

Óska ég stjórnarmyndunarviðræðufólki alls velfarnaðar í að taka fyrstu skrefin í átt að nýju lýðræði og auknu beinu lýðræði í landinu.  Gott framtak að velja einstaklinga sem ekki hafa þingsetu til ráðherrastarfa.  Fleiri takk!

Fjögur helstu málin sem ég vil að tekin verði fyrir í stjórnarskrá:

a) Aðskilnaður löggjafarvalds- og framkvæmdavalds.

b) Aðskilnaður ríkis og kirkju.

c) Þjóðaratkvæðagreiðslur í stærri málum.

d) Aukið vald forseta Íslands.


mbl.is Tveir ráðherrar utan þings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Líst bara vel á þessar hugmyndir þínar Baldur.

Máni Ragnar Svansson, 29.1.2009 kl. 22:16

2 Smámynd:

Þú sérð hlutina í svo skrambi skýru ljósi. Ertu viss um að þú sért ekki stjórnmálafræðingur??  

, 29.1.2009 kl. 22:25

3 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Ég tók mig til og las stjórnarskrána í dag, hún er á netinu. Hún er einföld og skýr. Fyrir svona amatör sýnist mér ekkert vanta en að nota hana rétt/vel. Þar hefur forsetinn og Alþingi heilmikil völd og forsætisráherrann er bara fundarstjóri ráherranna.

Hvaða annmarkar eru á henni að ykkar mati?

Halldóra Halldórsdóttir, 29.1.2009 kl. 22:29

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Tek heilshugar undir þessi 4 atriði.

Sigrún Jónsdóttir, 29.1.2009 kl. 22:38

5 Smámynd: Hlédís

Takk Baldur!  Hér á við hið margsagða: Eins og talað út úr mínu hjarta!

Man ekki einu sinni neitt sem að bæta við.

Hlédís, 29.1.2009 kl. 22:53

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sitt sýnist nú hverjum í þessu efni sem öðrum. Bendi á nýjustu færslu á bloggsíðu minni.

Árni Gunnarsson, 29.1.2009 kl. 23:06

7 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Flottir punktar, nema d. Eigum við ekki að leggja það embætti niður og nota forseta Alþingis sem þjóðhöfðingja?

Svo má alveg setja inn í stjórnarskrána að Ísland skuli vera 1 kjördæmi. Ef það er gert eru minni líkur á að menn reyni aftur að fjölga kjördæmunum, því það á ekki að vera auðvelt að breyta stjórnarskránni.

1 kjördæmi er forsenda fyrir jöfnum atkvæðisrétti = grundvallarmannréttindi.

Jón Ragnar Björnsson, 30.1.2009 kl. 00:15

8 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Rétt Jón Ragnar. Hugmyndin um eitt kjördæmi er feyki góð. Ég bæti henni við.  Hef hugsað þetta áður en þá var grátið út öllum hornum landsins okkar góða og fallega.

Jú, Halldóra. Ég hef hugsað hvort við ættum að taka upp gamla lögsögumannsembættið og gera það að heiti forseta Alþingis og þjóðhöfðingjaheiti.  En mér finnst mikilvægt að tryggja Alþingi frið og starfsnæði.  Forseti Alþingis er verkstjóri sem mér finnst að hlífa eigi við opinberum störfum forseta eins og mögulegt er. Í Svíþjóð er "Riksdagens talman" forseti þingsins og jafnframt í hlutverki "forseta" í sambandi við stjórnarviðræður og stjórnarmyndun.

Ég held sannarlega að Íslandi sé ekkert illa komið að hafa forseta.  Við verðum að tryggja bara sjálfstæði hans og að hann hafi völd.  Hann má ekki bara verða fígúra eins og Svíakonungur sem hefur ENGIN völd. Hann má ekki einu sinni koma í þinghúsið án þess að hafa boðsmiða frá forseta þingsins upp á vasann.  Hjákátlegt. 

Baldur Gautur Baldursson, 30.1.2009 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband