Er einhver með ræpu?

Rosalega lyktar illa hér inni!  Það hlýtur einhver að vera með ræpu segir sá sem hefur hana.  Sömuleiðis væri hægt að segja, bíddu var ekki bleikur fíll hérna rétt áðan í speglabúðinni?   Er fólk almennt svo grunnhyggið að það gerði sér ekki grein fyrir að þetta fólk sem synti í peningum og syndir enn í peningum meðan okkur hinum hefur skolað á peningalausa eyðistrendur, var búið að koma undan hundruðum ef ekki miljónum ef ekki milljörðum króna?  Ég vona ekki. Þetta verður að rannsaka niður í kjölinn.

Ég vona að lögreglunni undir stjórn nýju flokkanna verði beitt til að rannsaka og varpa ljósi á þessar hreyfingar fjármagns frá Íslandi. Mig grunar aðeins það versta.

Ég minnist kafla í bókinni Ástríkur í Heilvitalandiþar sem skattrannsóknarfulltrúi keisarans í Róm spyr Kvapíus Kvikindibus skattlandstjóra í Lútesíu (París) hvort honum þyki hann ekki vera full frekur á féð sem átti að senda til Rómar?  Þar sem þeir eru staddir í dimmum kjallara landstjórahallarinnar þar sem taumlaus gleðin og glaumurinn ríkir svarar Kvapíus Kvikindibus: "Ég er skipaður skattlandsstjóri hér í þessu krummaskuði í eitt ár; það ár ætla ég að nota til að græða á tá og fingri. Og þegar Róm bregst við svikunum, skríð ég í felur."

Er þetta ekki einmitt það sem er að gerast?  Þvílíkur viðbjóður!


mbl.is Fleiri bankamenn skráðu eignir á ættingja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Held að þetta sé rétt hjá þér

Guðrún Jónsdóttir, 30.1.2009 kl. 08:56

2 Smámynd:

Right you are - eins og venjulega. Skemmtileg tilvitnun í Ástrík - man eftir þessari sögu - las þær allar og hafði verulega ánægju af

, 30.1.2009 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband