Numismatik - frćđin um mynt

Um langt skeiđ hefur veriđ unniđ ađ ţví í Sankti Jakobskirkjunni í Stokkhólmi ađ smíđa sýningarskápa fyrir sautjándualdar kirkjusilfur. Leitast hefur veriđ viđ ađ velja fram ţađ í eigu kirkjunnar sem er af gert er af mestu listfengi samtímis sem sögulega tengingin hefur fengiđ ađ vera međráđandi ţáttur.  Tímabiliđ sem valiđ hefur veriđ eru fyrstu 57 ár kirkjunnar, eđa frá vígsluárinu 1643 til aldamótaársins 1700. Mikill sómi er af framkvćmdinni og hefur "Lilla kyrkomuseet" notiđ athygli í fjölmiđlum og međal listelskra. Nokkrir sýningarmunanna eru taldir međ besta silfurhandverki/listmuna sem til eru komnir á 17. öldinni.

Í dag bćttist viđ lítil skál sem gleymst hafiđ í bankahvelfingu kirkjuna, en hún hafđi veriđ tímasett rangt og hafnađ í vitlausum kassa. Svo eftir stimplalestur viđ stćkknunargler og brennandi heitt ljós komst undirritađur ađ ţví ađ skálin vćri frá 17. öldinni, smíđuđ af Mikael Böcke (frá ca 1640) í Stokkhólmi. Kringlótta lágmyndin er af suđur ţýskum uppruna, sennilega frá ţví um áriđ 1550. Ţó virđist hún hafa lítinn leyndardóm ađ geyma, en í botni skálarinnar er minnispeningur sem setur skálina í annađ breiđara sögulegt samhengi.

DSCF1978

Hér er líklega gullsmíđar/silfursmíđariđnin komin í samspil međ ţví sem nefnt er numismatik, eđa myntfrćđi. Upphleypta miđja skálarinnar hefur nefnilega minnismynt (sem aldrei var hugsuđ sem eiginlegur gjaldmiđill) eđa "kringlótta medallion" sem sýnileg er ofan og neđanfrá. Gaman vćri ef einhver myntsérfrćđingur myndi láta heyra frá sér og gefa nánari upplýsingar um hvađa uppruna ţessi mynt eđa minnispeningur eigi (samhengi og ár). 

DSCF1973DSCF1964

Ađ ofan gefur ađ líta (til vinstri) undir skálina og (til hćgri) ofan í skálina. Fyrri myndin (sú sem mađur sér ef skálinni er lyft upp og kíkt undir) sýnir ţverskurđarmynd af kirkju međ hvolfţaki, kúpli og gćti rétt eins veriđ úr Péturskirkjunni. Ţarna gefur ađ líta hirđana sem komnir eru ađ veita Jesúbarninu lotningu. Á myndinni til hćgri, eđa ţeirri sem mađur sér ţegar skálin stendur á borđi, er mynd af Kristi međ sigurfána umleikinn texta Biblíunnar "Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífiđ. Enginn kemur til föđurins nema fyrir mig" eđa eins og textinn á innlagđa peningnum segir "Ego sum via et veritas; nemo venit ad patrem nisi per me." Jóh. 14:6.

Mér dettur í hug ađ kannski sögufróđir myntáhugamenn kunni ađ vita einhver deili á ţessum minnispeningi og gćtu kannski skrifađ athugasemd eđa sent mér ţá beint tölvupóst. Ţađ áhugaverđa er ađ hvergi er getiđ hlutverks skálarinnar góđu í samhengi guđsţjónustulífsins í kirkjunni. Skírnarskál hefur hún líklega aldrei veriđ, ţar sem ţrjár ađrar skírnarskálar voru til á tilkomutíma skálarinnar til kirkjunnar.

Skálin góđa hefur fengiđ sinn verđuga stađ í sýningarglugga kirkjunnar og sómir sér ţar vel međal annarra listgripa sem ađeins sýna ţó brotabrot af ţeirri ríku listasögu og menningarsögu sem Sankti Jakobskirkjan hefur yfir ađ búa.

DSCF1982

Jorma Isomettä, 1. vaktmeistari, i Sankti Jakobskirkjunni leggur skálina í sýningargluggann

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband