Þegar fingur verða langir og vasar djúpir

Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Andri Óttarsson, játar að hafa tekið á móti stórum fjárhæðum frá fyrirtækjum í opinberri eigu. Þetta heita á mínu heimili "mútur", get ég skotið inn hér, en viðmiðin eru greinilega mismunandi.  Hann setur fyrirvara á endurgreiðslur, að allt verði endurgreitt sem "stangist á við lög". Hvað er maðurinn að fara?  Er honum og flokkselítunni ekki ljóst að það er fullkomlega siðlaust að taka við fjármunum frá opinberum fyrirtækjum eða fyrirtækjum í opinberri eigu, ef ekki hefur komið til stjórnvaldslegrar ákvarðanatökum þess efnis?

Nú þegar íslenska þjóðin er látin greiða spilavítaskuldir "útrásarliðsins" og þegar handrukkarar IMF koma og krefjast vaxtahækkana af hálfsligaðri þjóðinni - kemur í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn hefur gengið sjálfala í fjárhirslum ríkisins. Sjálftakan verður að hætta. Þetta eru fjármunir þjóðarinnar ekki stjórnmálaflokka.

Neyðarlínan, þetta fyrirtæki sem þjóðin hefur borið traust til hingað til, hefur einnig verið girt spurningamerkjum. Hvaða ávinning ætlaði Neyðarlínan sér með slíku athæfi að greiða hundruðin þúsunda króna í djúpa vasa Sjálfstæðisflokksins?   Þetta ber að athuga ekki síður en að skoða hverjir aðrir hafa verið að leggja fé í hendur sjálfstæðismannanna og þá með hvaða ávinning í huga?

NÝTT FORDÆMISGEFANDI FRÁ SVÍÞJÓÐ:

http://www.dn.se/opinion/debatt/vi-stoppar-chefsbonusar-i-statens-alla-foretag-1.828559 ´

Já, Svíar hafa hætt með allar bónusgreiðslur til yfirmanna, fyrir stjórnarsetu og fyrir að sitja í nefndum og ráðum opinberra sjóða.    Gæfan gefi að slíkt fyrirfinnst ekki á Íslandi.


mbl.is Skilar framlagi Neyðarlínunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef það er ekki hlutverk Neyðarlínunnar að styrkja stjórnmálaflokka þá er þetta þjófnaður.

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 11:45

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Hjartanlega sammála þér!   Svo einfallt er þetta! 

Baldur Gautur Baldursson, 24.3.2009 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband