Fólki er ekki sjálfrátt!

Af niðurstöðu nefndar Sjálfstæðisflokks (= Sjálftökuflokksins) um peningamál má sjá að fólki er ekki sjálfrátt lengur. Nefndin um peningamál - sem hlýtur að vera ein sú stærsta og mikilvægasta innan Sjálfstæðisflokksins - enda sjálftakan úr ríkiskassanum búin að vera algjör undir síðustu nær 20 árin, er svo veruleikafirrt og svo langt komin frá öllum veruleika að best væri að benda þeim á að flytja inn á EURO-svæðið.  Helst að flytja til þeirra landa sem verst hafa það á efnahagssvæðinu, ÞRÁTT fyrir EURO.  Fullkomið hrun blasir við í þeim löndum gömlu austur-Evrópu, sem tengt hafa sína gjaldmiðla við EURO.  Að hafa fulla tengingu við EURO hjálpar ekki þessum löndum. Þvert á móti er tengingin að sliga efnahagslífið í þessum löndum, ásamt þeirri einföldu ástæðu að nú á tímum erfiðleika í efnahagslífi, starfar einstök lönd ESB af fullum krafti að bjarga því sem bjargað verður heima fyrir, meðan önnur minna stöndug lönd eru látin sogast niður með baðvatninu...   Samheldni bandalagsins er engin, stöðugleiki EURO er engin og EURO, þótt ein stærsta gjaldmiðilseining heims, er ein þeirra veikustu.  Af hverju?  Því of margir óvissuþættir stýra henni.

Þessa mynteiningu vill Sjálftökuflokkurinn innleiða á litla Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert um svona hluti að segja. Hann nýtur ekki trúnaðar þjóðarinnar lengur. Hann leyfði útrásarmönnum að setja Ísland á hvínandi kúpuna og fyrir það er ég EKKI þakklátur.


mbl.is Evran komi í stað krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Halldórsson

Alltaf doltið sérstakt að sjá þá sem búið er að losa sig við yfir á sósíala annarra ríkja, fara að reyna að kenna okkur sem verðum bara að þreyja þorran hér á landinu bláa!

Halldór Halldórsson, 26.3.2009 kl. 08:46

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Verkefnastjórar peningamála í Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins voru tveir; annar harður Evrópusambandssinni, hinn talsmaður þess að taka eigi upp einhliða annan gjaldmiðil. Það er því vart að furða að niðurstaða þeirra sé að skipta eigi krónunni út!

Hjörtur J. Guðmundsson, 26.3.2009 kl. 08:58

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er faktískt tvennt athyglisvert við fyrstu sýn.

1. Að enn eru menn að spjalla um "einhliða upptöku Evru" Hugmynd sem er útí Hróa Hött.  Nær því ekki einu sinni að kallast draumórar.

2. Að afstaða auðlyndarhóps skiptist í 3 hluta.   Þar er síðasttaldi hópurinn sem nefndur er í frétt mbl.is með réttu niðurstöðuna.  Þeim er greinilega ekki alls varnað. 

"ekki sé nauðsynlegt að fá allsherjarundanþágu frá sjávarútvegsstefnu ESB þar sem meginreglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggi að íslenska ríkið fái úthlutunarrétt á hérlendum kvóta."

Alveg rétt.  Þetta vita þeir sem hafa kynnt sér mál.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.3.2009 kl. 12:24

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Haraldur Haraldsson:  Hvað ertu að fara?

Baldur Gautur Baldursson, 26.3.2009 kl. 18:36

5 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

... eða Halldór Halldórsson var  það víst!!!   Hvað ertu að fara með innleggi þínu?

Baldur Gautur Baldursson, 26.3.2009 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband