Orgelkonsert i Sankti Jakobskirkjunni

Tónlist er undursamleg leið at vekja stemningu, slappa af og tengjast öðru fólki. Á hverjum föstudegi klukkan 17:00 safnast saman lítill hópur fólks í Sankti Jakobskirkjunni í Stokkhólmi til að hlusta á orgeltónlist. Það er aðalorganisti kirkjunnar, Michael Waldenby sem oftast sér um að leika á hið stóra Marcussen & Søn (Aabenraa) orgel kirkjunnar. Tvö Marcussen & Søn orgel eru til í á Íslandi að ég veit. Eitt stendur í Fella- og Hólakirkju í Breiðholti, Reykjavík og eitt í Blónduóskirkju, Blónduósi. Orgelið í Jakobskirkjunni í Stokkhólmi er eitt hið stærsta i Svíþjóð og eitt það sem býður upp á mesta möguleika i disposition sinni. Hér er hægt að lesa um orgelið:  http://sv.wikipedia.org/wiki/Sankt_Jacobs_kyrka .

Jakobs_kyrka_organ (klikkið á myndina til að stækka hana)

Í dag nutum við undursamlegrar tónlistar eftir Johann Sebastian Bach [1685-1750], Felix Mendelssohn-Bartholdy [1809-1847], Max Reger [1873-1916], André Campra [1660-1744], Gustaf Hägg [1867-1925], Michael Waldenby [1953- ], L.J.A Lefébure-Wély [1817-1869] og Louis Vierne [1870-1837].  Það var undursamlegt að heyra tóna þessa fallega og áhrifamikla hljóðfæris fylla Jakobskirkjuna. Allir voru sem uppnumdir af þeirri stemningu sem organistinn skapaði. Oft hefur verið sagt að Bach sé fimmti guðspjallamaðurinn. Þannig hefur tónlistin með sinni tækni, frásagnarlist og "sköpunnargleði kallað fram hughrif sem líkja má við áhrif frásagna guðspjallanna.

Nóg um það!   Bestu kveðjur úr síðasta snjó vetrarins. Á þriðjudag er spáð +10°C.  :)  ....  og svo á aðfararnótt sunnudagsins skiptum við yfir í sumartíma hér ytra.  Þá verða aftur tveggja tíma munur á Íslandi og útlandinu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband