Leitið, og þér munuð finna!

Einhvern veginn leggst sá grunur að mér að Sigurður Einarsson muni aldrei greiða skuldir sínar til VÍS. Sú var tíðin að heiðarleiki var metinn öðru fremur í viðskiptum. Nú er annað uppi á teningnum.  Sveitasetrið við Veiðilæk er kannski gott dæmi um hversu veruleikafirrtir þeir aðilar eru, sem stýrðu fjármála"heimi" Íslands (og grófu undan fjármálaveldum annarra landa) á útrásarárunum. Líklega trúði Sigurður Einarsson að hann gæti lifað í hamingjusamri spillingu lífið út, án þess að þurfa greiða krónu fyrir. Líklega hugsaði hann sér að vel mætti yfirláta okkur þúsund hlutabréf fyrir byggingarframkvæmdirnar við Veiðilæk, þótt peningar kæmu þar aldrei nærri. Enda hlutabréfin ekki verðmeiri en pappírinn sem þau voru prentuð á. 

Ég bíð spenntur eftir að skattrannsóknarkvestorar og tilkallað fólk annað með sérþekkingu í leit ástæðna efnahagshrunsins og þeirra sem ábyrgir eru - finni það sem þeir eru að leita að [til frekari glöggvunar: Matt. 7:7a].


mbl.is 200 milljóna veð í sveitasetri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband