Málþófsflokkur eða Sjálftökuflokkur

Mikið afskaplega verða eftirmæli Sjálfstæðisflokks dapurleg. Skömmin ríður ekki við einteyming. Að standa í vegi fyrir lýðræðisþróun Íslands, endurbótum eftir skammarlega setu við stjórnvölinn í yfir 18 ár.  Ég segi nú bara eins og Sænskurinn: Fy fan! 

Ég vona helst að þessar tölur sem ræddar hafa verið og settar fram úr skoðanakönnunum séu réttar og að fylgi "D" eða Sjálfstæðisflokksins sé að þurrkast út.  Ég er dauðleiður á þessum villtu spillingarsögum og síðan framhaldssögum sem eru svo jafnt og þétt rökstuddar ljótum dæmum. Allir vita í dag að Sjálfstæðisflokkurinn er allur sem heiðvirt stjórnmálaafl.

Enginn getur haft trú á málefnaframsetningu flokksins og því síður lært af dæmunum. Mér verður hugsað til konunnar sem sr. Svavar á Akureyri minntist á í blogginu sínu. Eftir henni hafði verið haft að hún skyldi kjósa Sjálfstæðisflokkinn, jafnvel þótt andskotinn væri þar á lista.  Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur oft verið líkt við fylgni við trúarhóp.  Viss gagnrýnisleysi hrjáir oft fólk sem binst öfgakenndum flokkshugmyndum.  Þannig hefur því lengi verið farið. Ég vona innilega að fólk sjái að sér og hoppi fyrir borð áður en skipið sekkur og dregur alla niður með sér í hyldýpis rökkurdjúpin.


mbl.is Stefnir í sigur „málþófsins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband