I know what you did last summer, - and the past 18 years!

Róður fyrirtækjanna er að þyngjast með hverjum deginum og hjá mörgum nálgast nú gjaldþrot.  Svo virðist sem brauðfótabygging Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks síðastliðin ca. 15 árin virðist vera skila sér. Eftirmæli Sjálfstæðisflokksins verða ei fögur. Sá flokkurinn, með góðri liðveislu Framsóknarflokks, lukkaðist veikja íslenskt viðskiptalíf, íslenskan iðnað og íslenska krónu svo að þjóðfélagið er lamað, fólki líður illa og fjöldi heimila og lögaðila standa frammi fyrir gjaldþroti og allri þeirri sorg og leiða sem það hefur í för með sér. 

Gleymum því ekki að minnast þeirra sem knossuðu okkur og knébeygðu okkur frammi fyrir Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og Evrópubandalaginu - með framstrekktar hendur betlandi neyðaraðstoð.

Það er skömm að þessu og þeim gengdarlausa siðferðisbresti sem flokkarnir hafa orðið uppvísir að, og ekki bara einu sinni, ekki tvisvar - nei aftur og aftur... og listinn virðist ótæmandi. 

Ég vona að fólk sjái hvað þetta allt er klikkað og sjúkt og veiti ekki Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkum brautargengi enn eina ferðina, því það yrði feigðarför íslenskrar þjóðar!

 


mbl.is Fjórfalt fleiri í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

"Gleymum því ekki að minnast þeirra sem knossuðu okkur og knébeygðu okkur frammi fyrir Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og Evrópubandalaginu - með framstrekktar hendur betlandi neyðaraðstoð."

Þarna hefðirðu mátt minnast þáttar Samfylkingarinna í glæpnum og staðfestu VG í að viðhalda honum.

Gleðilegt sumar.

Magnús Sigurðsson, 23.4.2009 kl. 08:09

2 Smámynd: Mofi

Ég gæti aldrei kosið Framsókn en þeir mega eiga það að minnsta kosti veit ég hvað þeir vilja gera. Allir aðrir virðast bara bulla eitthvað um velferð og meiri vinnu; eitthvað sem er algjörlega þýðingarlaust. Ég held að ég muni kjósa Vinstri græna aðalega vegna þess að ég held að þeir eru ekki spilltir og það er eitthvað sem okkur virkilega vantar. Verst að ég veit ekki hvað þeir ætla að gera til að koma okkur úr þessum vanda.

Mofi, 23.4.2009 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband