Kosningar á erfiðum og óljósum tímum

Í dag er kosið á Íslandi til Alþingis. Þetta eru sögulegar kosningar, því annarri eins efnahagslægð hefur Ísland ekki verið áður í. Skuldasöfnun ríkisins undanfarin ár hefur verið stjarnfræðileg. Samskipti við útlönd hafa verið stirð og trú þjóðarinnar á að eðlilegt starfandi lýðfæði sé til á Íslandi hefur verið hverfandi.

Rótlaus þjóðin og klofin er að ganga til kosninga og togast er á um atkvæði þjóðarinnar. Gömlu flokkarnir, þeir sem komu Íslandi á betlarastellinguna í alþjóðasamhengi, segja nú að horfa verði til framtíðar(?).  Jassó, hvað gerðu þeir þá síðastliðin átján árin? 

Ég held að skynsöm íslensk þjóð muni kjósa að breyta pólitísku landslagi í dag og kjósa sér bjartari framtíð.  Gefum sjálfstæðisflokksfólkinu frí, sýnum að lífsviljinn sé eyðileggingaröflunum yfirsterkari.


mbl.is Lokaorð formanna til kjósenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband