Um evrópumálin

Þá eru Evrópumálin komin í farveg í Noregi. Norðmenn hafa ákveðið að vera ekki með að sinni gera því viðskipta- og tollasamninga við bandalagið í staðinn. Hér er spurningin hvort Ísland geti ekki gert slíkt hið sama. Íslendingar hafa nefnilega spil á hendi sem fólk hefur ekki hugsað út í. Það eru auðlindir okkar, nýttar sem ónýttar.

Evrópubandalagið stendur illa núna um þessar mundir og efnahagsvandinn að höggva enn fastar að rótum efnahagslífs bandalagsins. Nýju austantjaldslöndin eru illilega farin að finna til einsemdar í vanmætti sínum gagnvart stærri ríkjum sem hafa þó sterkari markaði og efnahagslíf.  Þessi lönd starfa nú sjálfstætt, en ekki sem bandalag. Hver eys sinn bát sem hann getur, en ekki er hjálpast að. Þetta er nú Evrópusambandið í hnotskurn.

Svört jörð er það kallað þegar rík lönd vesturlanda og stórar verslanakeðjur kaupa upp landsvæði í Afríku, Suður-Ameríku og Asíu og nýta þessi svæði sem forðabúr fyrir komandi matvælaskort í heiminum eftir nokkra áratugi, - kannski ekki einu sinni það - því matvælaskortur mun herja á heiminn innan tíu ára.  Fiskimið Íslands hafa enn ekki verið rányrkt í þeim mæli sem hafið umhverfis Spán, Portúgal, Írland, Frakkland og Bretlandseyjar.  Þeir horfa því hýrum augum til okkar og stóra hafsvæðisins okkar.

Skortur á olíu og gasi verður síðan einhvern tíman svo stórt vandamál að hver dropi verður gulls ígildi.Þannig mun það svara kostnaði að sækja olíu og gas á botn hafsins kringum Ísland.  Hrein orkuframleiðsla á Íslandi er sömuleiðis áhugaverð í augum Evrópumanna.  Allt þetta eru spilin okkar, spilin sem við gefum ekki frá okkur, heldur spilum með. Við vinnum á trompin okkar ef við glepjumst ekki af aulaskap og gylliboðum ESB.

Að fara með hraði inn í ESB væri það heimskasta sem Ísland gæti gert í dag. Allt sem heitir að flýta sér er Íslandi ekki til góða. Flýtimeðferð kostar alltaf extra. Það vita þeir sem slíkt hafa nýtt sér. Hvort sem íslensk þjóð kýs að fara inn í Evrópubandalagið eður ei, verður að vinna allt slíkt ferli með yfirvegun og af skynsemi.  Ég sé ekki raunhæft að stefna á aðild næstu 8-10 árin.  Það væri ekki íslenskri þjóð til heilla að sækja um aðild þegar illa gengur hjá okkur, því samningsstaða okkar er þá afleit.

Ég kýs heldur að taka upp náið samstarf við Norðmenn og þannig halda góðum tengslum áfram við norðurlöndin sem eiga nánari samskipti við Noreg en við okkur.  Eitt lítið viskipta og menningarbandalag Noregs og Íslands, með tengindu við Grænland og Færeyjar væri mikill akkur fyrir okkur Íslendinga.  Ég tel farsælast að skoða þessa möguleika, því Norðmenn vilja hafa aukin samskipti við okkur. Sláum ekki á útrétta hendur þeirra. 


mbl.is Evrópusambandið bjargar ekki Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Já það sækir að manni kvíði um að blindir menn leiði okkur í fátæktarbandalagið. Ekki langar mig þangað inn og vildi óska að svo væri um fleiri.

, 28.4.2009 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband