Fólkið vill ekki Guðlaug Þór niður um eitt sæti, það vill hann út!

Útstrikanir af lista Sjálfstæðismanna koma mér ekki á óvart. Ljóst er að embættisfærsla Guðlaugs Þórs og spillingin innan Sjálfstæðisflokks hefur sært stolt hinna auðsveipnu og auðtrúu flokksmeðlima. Flokksaginn minnir oft á Norður-Kóreu eða Rúmeníu fyrri tíma. En núna hafa flokkmennn getað sagt það sem þeim býr í brjósti, gert það á þann hógværa máta að strika út efsta nafn af listanum, nafn Guðlaugs Þórs fyrrum heilbrigðismálaráðherra.   Skilaboðin verða ekki skýrari hjá þessum flokki og ljóst að Guðlaugur Þór verður að finna sér eitthvað nýtt að gera.  Það nægir ekki að hann færi sig niður um eitt sæti. Fólkið vill hann ekki.  Því svíður að sjá "milljónasnáðann" á lista og strikar hann því út, ekki til að færa hann niður um eitt sæti, heldur til að strika hann út.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur í RS með yfir 2000 útstrikanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Mér finnsta allan kærleika í þennan pistil hjá þér. Einhvers staðar var skrifað ,, dæmið ekki svo þér verðið ekki dæmir".

Sigurður Þorsteinsson, 29.4.2009 kl. 07:23

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Já finnst þér vanta kærleika í orð mín?  Ég skal segja þér Sigurður að finnist þér djúpt á kærleikann hjá mér er réttara að þú spyrjir þjóðina álits á því hví ég sé akki í auðmýkt að þakka Guðlaugi Þór verkin hans öll. Spurðu þjóðina Sigurður!  Spurðu þjóðin hvað henni finnist um fjármunina sem Guðlaugur Þór var að falast eftir frá ríkisfyrirtækjum og bönkum, fjármuni sem skulu hafa leikið á tugmilljónum. 

Spurðu unga fólkið sem er að missa íbúðirnar sínar, spurðu gamla fólkið sem verður að búa við þrengri kost vegna skertra lífeyrissjóða, spurðu fólkið í landinu sem þarf að standa skil á nýhækkuðum vöxtum af lánum! Spurðu fólkið í landinu og auralausa námsmenn erlendis hvort því finnist ekki bara allt í góðu með að nota ríkisfé til að bytla stjórnmálamönnum Sjálfstæðisflokks?  Nei karlinn góði, þegar ég er bara svona breyskur að þegar ég er búinn að láta slá mig á vinstri og hægri kinn - tel ég það nóg. Ég læt ekki berja mig í spað!

Baldur Gautur Baldursson, 29.4.2009 kl. 13:17

3 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Ps. Jú víst er ég prestur og það hefur þú augljóslega verið að gefa í skyn með orðum þínum, en ekki viljað segja beint. Ég er bara ekki þannig prestur sem vil bara horfa á þjáninguna. Ég tek upp hanskann fyrir lítilmagnann og ég berst mót órétti. Ef mér finnst brotið illilega á hinum minnstu í samfélaginu, og mér finnst ég eitthvað geta sagt og gert; bíð ég ekki boðanna. Ef þú ert óvanur því að hitta fyrir prest sem þorir að segja skoðun sína og berjast mót ofbeldi stjórnmálamanna og samfélagslegu órétti, þá skil ég viðbrögð þín.   

En núna hefur þú hitt fyrir mann sem tekur sé stöðu með þeim "litla" í samfélaginu og

Baldur Gautur Baldursson, 29.4.2009 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband