Eva Joly hrakin úr landi?

Hverjir bera mest úr býtum ef Eva Joly er hrakin úr landi? Maður veltir því fyrir sér hvort stjórnvöld séu virkilega að vinna úr vanda þjóðarinnar? Hvort stjórnvöld vilji losna við spillinguna? Hvort spillingin nái ekki svo víða um kerfið með rætur sínar að ENGINN þori að velta við steinum lengur? Það er umhugsunarvert að henni hafi ekki verið sköpuð vinnuaðstaða né heldur hafi verið farið að tillögum hennar. Eru stjórnmálamenn svo forhertir að þeir leyfi ekki þjóðinni að þvo hendur sínar og draga rétta aðila til ábyrgðar. 

Þjóðarbúið er svo skuldsatt og möguleikar þjóðarinnar svo litlir til að geta rétt úr kútnum næstu áratugina að réttlætanlegt er að fara í enn harðari innheimtu og saksóknaraarf gegn þeim sem sannast sekir og ábyrgir fyrir efnahagsástandi þjóðarinnar.

Stórfelldar eignaupptökur hjá fyrrum útrásarmönnum og konum er ein leið sem ég vil að farin sé.  Hraðferð í dómskerfi og síðan verði eignir þessara aðila og tengdra fyrirtækja hreinlega gerðar upptækar. Stórsparnaður í ríkiskerfinu sem á næstu 5 árum verði svo algerlega sparað í ríkisgeiranum að t.d. engar opinberar heimsóknir verði gerðar til útlanda eða tekið á móti gestum hingað, engir Íslendingar verði styrktir til utanlandsferða á íþróttamót, tónlistarferðir, ekki verði keypt listaverk eða greitt úr starfslaunasjóði til listamanna, einungis einfaldasta dagskrá verði leyfð í ríkisstyrktum leikhúsum, kvikmyndasjóður verði settur á ís í 5 ár sem og nýstofnun framhaldsskóla. Hagrætt verði í æðri menntastofnunum svo að einungis 2 háskólar verði í landinu. Ríkið leggi niður allar banka og fjármálastofnanir í landinu þannig að einungis ein verði eftir sem taki á sig alla slíka þjónustu í landinu. Gengið verði til samninga við hin norðurlöndin um sameiginlega sendiráðsþjónustu erlendis. Kvótakerfið verið aflagt og fiskveiðar þjóðnýttar í þágu þjóðarinnar, ekki einstaklinga eða fyrirtækja.  Þingmönnum verið fækkað í 40. Sýsluumdæmum verið fækkað í 8.  OG SKULDIR VERÐI GREIDDAR NIÐUR!

 


mbl.is Eva Joly íhugar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég man ekki betur, en að hún hafi einungis boðið upp á, að gerast ráðgjafi og einnig, að koma með ábendingar um aðila sem gott væri að leita til. Svo, akkúrat hvað er verið að tala um núna. Það lá fyrir, þegar í upphafi, að hún væri í framboði til Evrópuþingsins. Var enginn, að lesa fréttir, á sínum tíma, þegar hún var beðinn um aðstoð,,,að því marki, sem hún sjálf var til í að veita hana. Það kom aldrei til greina, að hennar hálfu, að taka yfir rannsóknina.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.6.2009 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband