Er íslenska þjóðin gerspillt?

Er ekki til sú bæjarfélagsþúfa eða mannsál á Íslandi sem er ekki að reyna að skjótast undan merkjum, græða, svindla, brjóta af sér, eða það fyrirtæki sem hefur ekki einhver óheilindi að geyma í bókhaldi sínu? Mér er spurn?   Jú, víst eru til þrælheiðarlegar sálir þarna úti í samfélaginu. Það veit ég. Fólk sem er annt um að samfélagið virki eins og það á að gera, fólk sem skilur að án heiðarleika gengur ekki íslenska samfélagið upp.  En það sem virðist "hið almenna" er spilling, gjaldeyrissvindl, siðlaus peningapólitík og óheilindi. Jafnvel þeir/þær sem sverja við stjórnarskrá lýðveldisins, leggja drengskaparheit sitt að halda og virða landið og það sem það stendur fyrir, stjórnskipanina og siðferðið sem hún byggir á. En allt kemur fyrir ekki. Siðleysið á Íslandi á sér engin mörk.  Hvað er til ráða?  

 


mbl.is Milljónasvindl með litaða olíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: special1

Kemur úr hörðustu átt frá presti sem sem í stétt sinni ætti að vit manna best hvað spilling, peninga pólitík,siðspilling og það allra vesta sifjaspell er runnið undan viðjum. Ríkisstyrkt batteri sem ðtti að skammast sín og leggja niður.

<<<<<<<<<<<<<<<<<<

special1, 13.7.2009 kl. 07:49

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

tittlingaskítur sem skiptir ekki nokkru máli

Jón Snæbjörnsson, 13.7.2009 kl. 08:51

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Svarið er já, við erum í einhverskonar stríði, við og "þeir". "þeir" eru að breyta reglunum svo ég verð að sjá við "þeim" ég borga "þeim" ekki meira en ég kemst upp með, ég læt "þá" ekki ná þessu af mér fyrir ekkert.

Ég er reyndar sammála Jóni Snæbjörnssyni.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.7.2009 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband