Stutt stopp í Stokkhólmi

Nú er ég heima í Stokkhólmi í einn sólarhring. Ég þurfti að ná í skýrslur og ýmsa hluti vegna fimm skírna sem ég á að hafa núna á þriðjudagskvöld svo ég lét skutla mér upp á fastlandið og er búinn að vera snúast þetta núna í dag; sækja skírnarskýrslur, skrifa ræðu, hringja hingað og þangað og þess háttar. Semsagt í nógu að snúast.  Tek samt nokkrar mínútur hér við bloggið, skoða fréttasíðurnar íslensku og hvernig Íslandi reiðir af núna þegar búið er að hnýta ESB-snöruna.

Dagarnir úti á Vitsgarn hafa verið góðir. Fallegt veður og yndisleg kyrrð. Náttúran er ólýsanleg og mikið að gera.  Engar auðar stundir.  Samt leyfi ég mér stundum að fara út á nóttunni og bara setjast út á stein eða leggjast í grasið og horfa upp í himininn. Það er á svona stundum sem ég "hleð batteríin".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband