Loksins...loksins...

Þá kom að því að einhver segði eitthvað að viti. Ég er orðinn svo leiður á þessu allsendis úrræðaleysi sem virðist lita alla umræðu á Íslandi um framtíðarstefnu lands og þjóðar.  Allra augu beinast að ESB. Því ljóta skrímsli.  Núna hafa gáfumenn lagt IQ- in sín í pott og fengið fram að ef til vill sé heillavænlegast að bindast vinskapaböndum við Norðmenn. Já framtíðin er bjartari með þeim sem skilja hvernig við hugsum, en ekki með Spánverjum, Grikkjum og síðar meir Tyrkjum (sem um síðir, komist þeir inn í bandalagið verða allsráðandi).  Þessar þjóðir munu ALDREI skilja sérhagsmuni okkar, sérstöðu og menningu.


mbl.is Ísland og Noregur myndi með sér bandalag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Einmitt - nú er lag

, 19.8.2009 kl. 20:39

2 Smámynd: Hörður Einarsson

Eigum við núna fyrst að byndast Noregi vinskaparböndum? Það segir mér að það hefur aldrei verið neinn vinskapur á milli okkar, ég virðist eftir allt hafa haft rétt fyrir mér!

Hörður Einarsson, 19.8.2009 kl. 20:45

3 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Góðan dag.

Ég biðst afsökunar á því að ryðjast inn í þessa umræðu. Skýringin er sú að það var fyrst núna sem ég las bloggfærslu þína um svarta jörð en tími til þess að gera athugasemdir við þá færslu er löngu liðinn. Þessi þróun sem þú lýsir þar er mikið áhyggjuefni og kemur víða fram.

Samþjöppun í verslun með matvæli er ógnun við líf manna um allan heim. Það er t.d. ótrúlegt hversu fáir aðilar stjórna dreifingu og þá um leið innkaupum matvæla í heiminum. Það hefur verið áæltað að einungis 110 aðilar (e. buying desks) kaupi inn 85% af allri matvöru sem dreift er í V-Evrópu (Fox T and Vorley B (2004): Concentration in food supply and retail chains). Af því má ráða að samningsstaða matvælaframleiðenda er mjög veik og þá ekki síst staða þeirra fátækustu.

Guðmundur Guðmundsson, 23.8.2009 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband