Réttsýni og drengskapur

Ég verð að játa að ég fylltist von um betri tíma nú þegar ég las fréttina um afstöðu Lilju Mósesdóttur á mbl.is, til ICESAVE málanna. Ég vona að ekki bara fleiri flokksfélagar hennar heldur fólk úr öðrum flokkum takist nú á við siðferðisspurninguna og láti sannfæringu sína, ekki flokksagann stjórna gerðum sínum og hvernig kosið verði um nýja ICESAVE. 

Ég hef alltaf sagt að það sé EKKI rétt að Íslendingar gangi svo í vafasama ábyrgð fyrir spilavítabraski "útrásarvíkinga" að þjóðinni sé skotið aftur á steinaldarstigið. Nei, þá gengur þjóðin fyrir öðrum.   Ef allt þetta snýst um að halda Bretum og Hollendingum; ergo: ESB og IMF glöðum segi ég bara eftirfarandi:

Borgum ekki eyri. Þessar alþjóðastofnanir hafa beitt á okkur hryðjuverkalöggjöf, þvingunum, seinagangi í afgreiðslu einföldustu mála og síðan sýnt okkur hortugheit.  Við hreinlega leitum nýrra leiða. Drögum til baka umsókn okkar um ESB, afturköllum hjálparbeiðni til IMF, förum í mál við Breta vegna setningar hryðjuverkalaganna og sköffum okkur nýja vini, nýja markaði og nýja og betri sjálfsmynd.  


mbl.is Getur ekki samþykkt Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband