Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Valborgarmessa (í Svíþjóð)

Núna í kvöld fagna Svíar afmæli Carls XVI Gustafs [Carl Gustaf Folke Hubertus] konungs. Hann er 62 ára í dag. Reyndar held ég að Svíarnir séu ekki að flippa hans vegna, því í dag er hin svokallaða Valborgarmessa. Kæmi mér ekki á óvart ef einhverjir grannar kæmu við og spurðu hvort við ættum blandþeir sem ég sá í lyftunni í dag höfðu bara keypt sprittið....  og ekkert bland. Eða kannski eru þei óheflaðri og reyndari í drykkjunni en ég!  Hver veit. Nóg hefur fólkið að minnsta kosti keypt af búsinu. Ástæða fyllerísins er sumarstemningin sem hlaupin er í Svíana, Valborgarmessa er "hálfur frídagur" hér og svo er 1. maí á morgun. Svo kemur helgin eftir "klämdagen" sem er föstudagur (og flestir hafa tekið sér frí á).  Svo þetta er ein heljarinnar sukkfest hérna.  Wink   Svíar eru að vakna til lífsins.

En:  Til hamingju með kónginn! hipp hipp húrra!Sweden-carl16gustaf


LSD

Albert Hofmann [11.01.1906-29.04.2008], faðir LSD-sins er allur, 102 ára að aldri. Hann hefur farið á síðasta trippið og er floginn handan alls hugsanlegs og óhugsanlegs. Hann er gersamlega "off", "gone with the winds", "blasted". Hann hefur sannarlega tekið "pokann" sinn og hafið sig upp á heimagerðum vængjum dauðans. 

Það er erfitt að hugsa til þessa manns með sérstöku þakklæti, en auðvitað var það ekki hann sem þvingaði fólk að taka þá ólyfjan sem hann fann upp, þó í verulega mildari formi en síðar varð.

Ítarlegar:  http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=148&a=765735

RIP


Málþing um kærleika, gleði, frið, langlyndi, gæsku, góðvild, trúmennsku, hógværð og bindindi

Í dag stendur Reykjavíkurprófastsdæmið hið eystra fyrir málþingi um mannréttindi; "Mannréttindi í heimi trúarinnar". Kirkjan hefur löngum gengið undir merki hins kristna frelsis einstaklingsins. Með "kristna frelsi einstaklingsins" á ég við að það að höndla mikið frelsi er jafn erfitt og að hafa fullt málfrelsi. Því fylgir ábyrgð. Mikil ábyrgð, eins og nokkrir bloggarar hafa fengið að reyna. Málfrelsinu eru settar skorður. Einmitt þessar skorður gera okkur það kleift að vera frjáls að því að tjá okkur. Þessar skorður kallast mannvirðing. Frelsið í hinum kristna heimi er komið fyrir Krist. Segir ekki postulinn Páll: "Til frelsis frelsaði Kristur oss" [Gal. 5:1].  Svo einfallt er það fyrir okkur þessi sem hafa trú í hjarta. Kristur frelsaði ekki bara heiminn frá eilífum dauða að veraldarlíf loknu, heldur kenndi hann okkur hvernig við gætum upplifað forgarða himnaríkis þegar í jarðnesku lífi okkar. Með því að vera kristinn, lifa sem sá sem hefur verið mikið fyrirgefið, fyrirgefa, vera umburðarlyndur, ei þrætugjarn og gefa kærleika án skilyrða. Jafnvel til þeirra sem eiga erfitt og eiga ekkert sameiginlegt með okkur - fyrir utan að vera Guðs börn.

"Berið hvers annars byrðar og uppfyllið þannig lögmál Krists" [Gal. 6:1]

Mannréttindi eru því miður ekki allra. En lítum okkur nær. Í hverju felast mannréttindi í dag í nútímasamfélagi okkar? Öll höfum við heilbrigðisþjónustu, hreint vatn, mat og menntun. Spyrji þú einhvern á götunni í hverju mannréttindi felist verða svörin mörg, en upp úr munu þó vissir málaflokkar standa. Ég held að sá stærsti snerti helst "mannvirðingu". Að geta ekki notið virðingar, þrátt fyrir allt. Að manngildið skolist ekki niður við að einhver hafi misstígið sig, að einhver hafi tapað tökunum á drykkju, hafi lagst í læknadópið, tapað burt allri sýn á fjármál sín og fjölskyldunnar og sólundað peningum foreldra eða vina o.frv.  Er þetta spurningin að fullkomnunarþörf nútímans, hvítþvegnu meðborgarar okkar og eftirsóknarverðir staðlar í sambandi við frómheit og frelsi verða okkur ásteytingarsteinar.

Málþing Eystra prófastsdæmisins í dag er þarft. Vonandi leiðist það af ávöxtum Andans heilaga sem eru kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og bindindi - og síðan að niðurstöður málþingsins verði til að auka vægi þessara göfugu eiginleika í sýslu og framkvæmd þeirra sem áhrif hafa og hafa haft á líf fólks nær og fjær.


Henri de Toulouse-Lautrec

Ég hlakka svo til! Seinna í dag fer ég á Nationalmuseum og á nýopnaða sýningu a verkum franska expressiónistans Henri de Toulouse-Lautrec. Við erum nokkur stykki sem fáum leiðsögmann frá safninu og fáum einkaleiðsögn um sýninguna í næði - þetta verður svo spennandi. :)  Hef bara séð stök verk eftir Toulouse-Lautrec i söfnum, en aldrei heila sýningu á yfir 40 málverkum. 

display_image

Annars skín sólin hér í Stokkhólmi sem aldrei fyrr. Það er mistur eða hálfskýjað, erfitt að segja hvort er, en fallegt veður og 9°C núna (spáð 16°C í dag).  Síðan fer mest af því sem eftir lifir af deginum í prófalestur - en nú fer að styttast í próf í kúrsinum um Pompeii. Best að vera vel undir það prófið búinn. Jæja, best að koma sér að skruddunum.    Toodles...


Ríkisstjórnin fari frá nú þegar og þjóðstjórn skipuð af forseta Íslands takk!

Ég held að syndasúpa fyrri ríkisstjórna hafi sannarlega soðið upp úr. Subbuskapur fyrri uppsoðninga hefur aldrei verið hreinsaður og núna er eldavélin ógeðslega sóðaleg. Hér þarf að taka pottinn af, skrapa hann hreinan og endavélina með. Best held ég að sé að láta standa heitt vatn í pottinum í smá tíma áður en við hreinsum hann.

Já, sannarlega held ég að þörf sé á að hreinsa út sjálfumglaða framapotara út af Alþingi og setja þessa sömu í harðan skóla hvernig reka skuli heimili með mörgum börnum og þremur kynslóðum. Ég tel að biðja eigi forseta Íslands að setja þjóðstjórn manna úr Háskóla Íslands sem eru til í að kalla til sín ópólitíska fræðimenn t.d. úr Kaupmannahafnarháskóla, Cambridge, Princeton, Bologna eða Sorbonne til að stjórna skipunu heilu í höfn. Þessir menn skipa sér t.d. í 6 málaflokka (ráðuneyti) og starfa ef þarf dag og nótt að því að bjarga fjárhag landsins.

Oft hefur verið þörf, en nú er nauðsyn. Þetta rugl hefur gengið allt of lengi. Síðan eftir 2-3 ár koma svo útlærðu þingmennirnir aftur og ganga í gegnum kosningar (án kosningaloforða) - allir ganga jafnir til leiks og undir heiðursmannaeið. Kosið verði síðan um fimm liti. Hver kjósandi sem kemur til þingkosninga fær svo fimm spjöld, rautt, bleikt (vinstri) grænt (miðja) ljósblátt, dökkblátt (hægri). Þeir setja svo eitt kort i kassann og henda hinum sem eftir verða. Hver litur hefur svo sína stefnu (eins og gömlu flokkrnir) og bak við hvern lit er nafnalisti. Ráðherraefni framtíðarinnar eru svo valin eftir kosningar og tilheyra EKKI þingmannaliði. Þingmaður sem valinn er úr hópi þingmanna, verður að segja af sér.  Kýrskír greining milli framkvæmda og löggjafarvalds.

Gaman væri að sjá hvernig þetta myndi svo ganga upp ...   :)

Ég er bara svo þreyttur að sjá hvernig stjónmálamenn eru að fara illa með, sóa og skemma.


mbl.is Telur að ríkisstjórnin eigi að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bravó Danir!

Dönum tekst alltaf að gera gott betra!  Bravó!  Þeir eiga sannarlega skilið að "eiga" Bertel Thorvaldsen!
mbl.is Rafrænn Thorvaldsen verðlaunaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálamenn! Gerið eitthvað! Engin neyddi ykkur að gerast fulltrúar okkar, þið buðuð ykkur fram!

Já, gerið eitthvað. Látið ekki þjóðina lamast af grautarganginum. Hér þarf að bretta upp ermar og GERA EITTHVAÐ í þessu hryggðarástandi. Enginn neyddi ykkur til að verða fulltrúar okkar, þið buðuð ykkur fram! Ef þið eruð svona vel til þess fallin, þið 63 fulltrúarnir á Alþingi, þá held ég í fúlustu alvöru að kominn sér tími til að hætta hógværðinni og sýna hvað þið getið.  Ekki seinna en í gær!
mbl.is Verðbólgan „skelfileg"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tökum upp dönsku krónuna

Ég held að það sé svo komið fyrir íslenskum fjármálastjórnvöldum að best sé fyrir þau að taka upp samstarf við t.d. Dani og biðja þá ásjár. Allt er betra en þessi vitleysa hér.  Að vísitala neysluverðs hækki um 3,4% og 11,8% á heilu ári. Helt hreint og beint að komið sé tími fyrir stjórnvöld að hætta vinna fyrir bankana og vinna fyrir þjóðina.  Gerum íslenska hagkerfið tengt því t.d. danska og tökum upp dönsku krónuna (öllum er sama hvernig myntin eða seðlarnir líta út hvort eð er) og gerum íslenska fjármálaráðuneytið að skúffu í því danska - og öllum verður gott af!
mbl.is Mesta verðbólga í tæp 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannræningjalist - listsköpun eða bilun?

"Alice im Wunderland" kallast þessi sýning eða "installation" eins og það er gjarnan kallað þegar listamenn hafa það ekki alveg á hreinu hvað þeir eru að sýsla með en vilja koma sínu á framfæri. Já, það er norski listamaðurinn Gorm Heens sem hefur endurskapað vistarverur Natascha Kampusch, þá er henni var haldið fanginni af manni rétt fyrir utan Vínarborg í Austurríki í 8,5 ár. Listamaðurinn vill reyna að endurskapa ekki bara vistarverurnar sem henni var haldið fanginni í, heldur þá "rómantík" sem "blómstraði" (skv. fjölmiðlum) milli þess sem hélt henni "fanginni" og svo Natöschu. (Það fylgir sögunni að hún hafi ekki litið á sig sem fórnarlamb þegar hún var frelsuð úr nauðunginni).  Natascha mun hafa keypt húsið þar sem henni var haldið fanginni til að það yrði ekki notað í sambandi við ferðamannastrauminn og forvitið fólk.  

Nú nú, hvað sem þessu líður þá er ég að velta því fyrir mér hvort við séum ekki komin illa langt frá því sem kalla má list. Hugtakið "list" á vissulega að vera svo opið sem listin sjálf, en hjálpi mér allir heilagir. Þetta er hreinlega alveg ga ga ga...    Með í huga það sem heimsbyggðin hefur fengið að upplifa núna nýlega í heimspressunni varðandi þennan mann sem hélt konu fanginni í næstum 20 ár, gerði hana 7 sinnum ófríska og ættleiddi síðan nokkur börnin - nei, þetta hefur ekkert með list að gera. Fyrirgefið mér að ég segi það, en ég finn það ekki í hjarta mér að skíta út listhugtakið með því að kalla svona "gerning" list.  Sorry, Gorm!

Hérna er hlekkurinn á netinu til heimasíðu Dagens nyheter:  http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=2206&a=764953 


Óperuhús - tónlistarhús

Fyrir skemmstu var opnað í Osló nýtt óperuhús, eins og það er gjarnan nefnt - sem er með réttu fjölnota tónlistarhús. Mér var litið á teikningar og svo myndir af nýja húsinu. Hjálpi mér allir heilagir. Þetta líkist kofaskríflinu sem hýsi Hæstarétt Íslands.  Langir þunglammalegir gangar, þröngar leiðir og kulda stafar af ópersónulegu yfirbragði hússins.  Ef hugsunin er að listsköpun í útliti hússins hefur ekki átt að taka neitt frá tónlistinni, þá hefur þeim tekist lofsamlega, því húsið gefur ekkert af sér. Það verkar ískallt, þrúgandi og hverfst í hálfgerðri skotbyrgis- eða neðanjarðarsaggabyrgissköpunarmynd. Hátíðleiki sem ég hef alltaf tengt því að fara í óperuna eða á tónleika, sú stemning og virðing sem ég hef fyrir því að fara á listviðburð hverfur með öllu. Skoðið myndirnar:

http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=2206&a=761039


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband