Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Vegabréfsútgáfa fyrir Guðs ríkið

Jæja, þá er enn eitt barnið komið með ríkisborgararétt í Guðs ríki. Skemmtileg athöfn og yndislegt fólk sem bara ljómaði af gleði yfir barninu sínu og ríkisborgararéttinum.  Oft finnst mér eins og ég sé til á alveg sérstakan hátt þegar ég skíri börn. Það er eins og lífið, tilveran og þetta stórkostlega lífsjafnvægi sé svo fullkomið. Þegar hönd mín fyllist með jatni og ég eys vatninu yfir skírnarþegann líður mér eins og "blessuðum". Áhyggjur hverfa og mér finnst ég vera "notaður" - verkfæri andans, verkfæri hinnar heilögu framvindu. Að sjá barnið helgast fyrir orð, efni og anda og fær líf sitt helgað hinu besta sem til er. 

Hér er ég fyrir athöfnina. Foreldrarnir báðu sérstaklega að ég hefði íslensku prestklæðin svo ég varð við því. Jæja, hérna er mynd sem tekin var eftir athöfnina  :)

Baldur8002


Ildefonso Falcones með morgunkaffinu

Við höfum setið nú, ég og "Fonsó" og dreygt í okkur 2 bolla af kaffi og borðað smá morgunmat. Ég vaknaði klukkan 07:00 (05:00 ísl. tíma) og fór framúr, dáðist af uppþvottavélinni og hellti upp á kaffi. Hafði sótt í gærkvöldi nýju bókina sem ég var að fjárfesta í (920 ÍKR) "Katedralen vid havet" eftir Ildefonso Falcones. Ég var svo spenntur að byrja að ég stóðst ekki mátið og er búinn að lesa í 30 mín yfir kaffibollanum sem fyrr segir. Bókin lofar góðu, einar 666 síður en því miður á andstyggilegum pappír.  Ég lifi það nú af. Nútíma fjöldaframleiðsla gerir það að verkum að bækurnar hér verða ódýrari, en að sama skapi í lélegra bandi, á lélegri pappír og ekki eins góðar í hönd.

Well, líklega best að fara undirbúa sig fyrir daginn. Skrifa skírnarvottorð og koma við hjá katólsku bókabúðinni og kaupa skírnarkerti (þau eru svo FLOTT). Handgerð og það sést. Vaxið ylmar og þau brenna hægt og vel + helmingi ódýrari en kertin hjá lúterskum.  :)    Líklega tek ég Ildefonso með mér í vinnuna, sýni honum City og les hann svolítið í auðum stundum í dag.  Skrýtið að þegar maður verður eldri, finnst manni það vera mikilvægara að aðhafast stanslaust. Ég fíla ekki bara að gera ekkert. Mér finnst það svo hræðileg sóum á tíma.  Samt er ég svo þreyttur stundum að ég dorma við t.d. tölvuna hérna eða sit framan við sjómið og blunda lítið án þess eiginlega að missa nokkuð af sjónvarpsefninu.  Jæja, best að fara hreyfa sig, stökkva í sturtu og fara í nýstraujuðu skyrtuna (strauaði 6 skyrtur meðan Miss Marple leysti gátuna um eitruðu bréfin).  

 


Laugardagur... og ég bíð eftir Miss Marple

Dagurinn í dag hefur verið svolítið öðruvísi en flestir laugardagar. Ég var í prófi í kúrsinum mínum um menningar-, lista og íbúasögu Pompeyjar. Prófið var salpróf. Langt síðan ég hef verið í 6 tíma skriflegu prófi. Puttinn á mér var kominn með far eftir pennan og ég var að deyja úr þurrki, þar sem ég hafði gleymt að hugsa út í að taka með mér drykk.  Prófið gekk vel. Ég sat í 6 tíma og fór ekkert út. Var hreint og beint að deyja í kroppinum eftir þessa maraþonsetu. Þetta var mikil greiningarvinna og gagnaðist listfræðin vel þar. Erfiðasti hlutinn, notkun greiningarlykla á hina fjóra málningarstílana og greining byggingarefnis og aðferða við notkun þess...  Erfitt að gera þetta á blaði. En þetta tókst stóráfallalaust. 

Eftir prófið hélt ég heim á leið, en kom við hjá Georgi og Hrönn góðum grönnum og löndum mínum hér í húsinu. Hrönn hafði rifið sig framúr árla morguns og bakað köku. Kökunni var svo skolað niður með góðu sterku kaffi.  Just like home!  Ég var kvaddur með uppþvottavél sem er að malla og sulla framm í eldhúsi núna. Gott til þess að hugsa að uppvaskið þurfi ekki að vera stressþáttur þegar maður getur verið án þess.  :)    TAKK!

Annars er Mikki að vinna, félagarnir úti að djamma, ég búinn að fara í göngutúr, sækja bók til kunningja míns og er að fara poppa. Jamm, nú verður það popp og kók kvöld yfir Miss Marple sem ætlar víst skv. sjónvarpsvísinum að svo óvænt leysa morðgátu. Einhver er að senda fólki baneitruð sendibréf og Marple ætlar að vera fljót til og "svara" bréfunum  :)    Sem minnir mig á að skrifa bréf í kvöld.  Á morgun er ég svo að vinna í kirkjunni.

Ég á að skíra stúlkubarn á morgun í kirkjunni. Það verður gaman. Búinn að tala við foreldrana tvisvar og kom það upp á föstudaginn að mamman væri óskírð. Hún spurði hvort hún mætti skírast á eftir dóttur sinni. Svo þetta verður tvöföld skírn.  Ennþá skemmtilegra.  Kveiki þá lifandi ljós hér í kvöld fyrir þeim og deginum á morgun eins og ég geri þegar ég á að skíra eða jarða.  

Jæja, best að fara poppa og leita að handbókinni minni.  :)  


Hústaka? Hvaða rugl er nú það?

Halló!  Þetta er ekki Danmörk þar sem hústökumenn eru þjóðfélagsleg stærð og vandamál. Á Íslandi gildir að rífa kofanna sem þetta fólk er að safnast í skjóli myrkurs í og senda svo eigendum reikninginn. Fólk sem á húseignir í Reykjavík og gerir ekkert í því að halda þessum húsum sínum mannheldum á ekki skilið að eiga þau. Þannig er bara það.  Ef þú ert svona svakalega ríkur að geta látið standa autt hús hér og þar, ættiru að geta lokað því kyrfilega eða staðið fyrir því að það sé rifið/fjarlægt.

Ef þú ert hinsvegar svo fátækur að geta ekkert aðhafst eða að baki liggja "vandamál" sem gera það að verkum að samfélagið þarf að taka í taumana (borgaryfirvöld, lögregla og heilbrigðisyfirvöld) verður þú bara að taka því sem gert verður þegjandi og hljóðalaust. Þú sem eigandi svona húss, ert ekki ábyrgðarlaus vegna aumingjaskapar. Enginn er ábyrgðarlaus. Sé þér rétt hjálparhönd frá yfirvöldum, eða hvað þá boðið fjármunir fyrir kofann, segir þú að sjálfsögðu "Já takk" og "takk svo rosalega fyrir aðstoðina. Ég er svo þakklátur".  

Þannig er það nú. Óþarfi að vera búa til heilsu- og öryggishættur, nóg er af þeim.  Held að ég segi bara "Amen, eftir efninu".  :)


mbl.is Enn hústaka í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðsla, hræðsla, hræðsla

Það er klárt að Björn Bjarnason er ekki einn um að vera smeykur við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá Íslands. Allar þjóðaratkvæagreiðslur eru af hinu illa að mati stjórnmálamanna. Þeir greyin líklegast halda að í því að halda þjóðaratkvlðagreiðslu sé lýst vantrausti á þá sem kjörna fulltrúa þjóðar og lands. Því fer þó víðs fjarri. Ég tel að það að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu af og til t.d. um stærri málefni kannski á nokkurra ára fresti, sé af hinu góða. Hleypi fersku lofti í þjóðmálin, geri fólk samtímis meðvitað og áhugasamt um stjórnmál. Áhugasemi fólksins myndi svo gera það sem allir vilja: Hafa meðvitað og lifandi "demókratí".

Að vilja ekki þjóðaratkvæðagreiðslu er bara merki um hræðslu. Hræðslu við að eitthvað óhreint komin undan steinunum þegar við förum að velta fyrir okkur og stúdera stjórnmálin og kynna okkur í þaula athafnir stjórnmálamanna.   


mbl.is Á móti þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Goda gärningar och levande tro

Mina bröder, vad hjälper det om någon säger sig ha tro men inte har gärningar? Inte kan väl tron rädda honom? Om en broder eller syster är utan kläder och saknar mat för dagen, vad hjälper det då om någon av er säger: "Gå i frid, håll er varma och ät er mätta", men inte ger dem vad kroppen behöver? Så är det också med tron: I sig själv, utan gärningar, är den död.   (Jakobsbrevet 2:14-17) 

Att beskriva Guds kärlek är lika svårt och att försöka beskriva den heliga anden med ord. Det är lika hopplöst att försöka att beskriva en behaglig doft för en annan person eller sin erfarenhet efter någon betydelsefull händelse. Det är lika svårt och för en nybliven moder att beskriva förlossning för en man som inte har förutsättningar för att kunna förstå.  Jag undrar ofta om folk förstår vad ordet mässa betyder. Det säkert finns lika många förklaringar och vi är många här idag, om inte fler.  Min förståelse för detta ord fick en ny dimension när jag besökte en kyrka för några år sedan. Mässan hade redan pågått ett tag och de sista nattvardsgästerna höll på att gå tillbaka till sina platser i kyrkan. Två präster hjälptes åt med mässan, en gammal man och en yngre, en som säkert hade inte varit präst så länge. Den gamle mannen fick uppenbarligen styra och handleda den unga prästen genom att viska, peka och ge blickar hit och dit. Då hände något som har knytning till dagens text från Jakobsbrevet.

Den gamla prästen vände sig mot församlingen läste välsignelsen på latin. När han var klar gjorde han korstecknet, klappade ihop sina händer en gång och sade ”ite, missa est” som betyder; ”gå, det är skickat”. Efter mässan kunde jag inte annat än gå till den gamla prästen och fråga varför han klappade samman händerna efter mässan och vilken betydelse orden ”ite, missa est” hade för honom. Den unge prästen fick översätta från spanskan, men förklaringen var fantastisk tyckte jag. ”Kristus, i vars plats jag står här idag, delade ut brödet till dessa som var med honom på skärtorsdagen. Han delade inte bröd och vin för att han var hungrig, utan för han ville leva bland lärjungarna på ett särskilt sätt, skapa gemenskap. De som kom till kyrkan idag upplevde Guds närvaro på ett helt särskilt sätt, en gemenskap i Kristus. Men de som inte kom, som hade förhinder av något slag, till dem skall de som var närvarande gå till och sprida den kärlek de hörde om och upplevde här idag. Därför, som herden, klappar jag samman händerna och skickar min flock ut att göra ljusets arbete medan dagen ger”. Så många var gamla prästens förklaringsord.

Med orden ”gå, det är skickat” menas att det levande ordet skall utskickas, och bli till goda gärningar som inspireras av den villkorslösa kärleken som vi har bevittnat här idag och vid alla gudstjänster i all tid. Slutade mässan endast på välsignelsen skulle det ändå saknas så mycket. Guds ord, hans verksamhet skall bredas ut. Om orden inte fick gestaltas i någon god gärning stympas tron. Det finns alltid någon som är ensam, någon fattig, någon som behöver din närvaro, någon som behöver känna trygghet, behöver ett lyssnande öra, uppmuntrande ord – ett leende. Den villkorslösa kärleken tar inget från oss, men kan ge oss så oerhört mycket. Den heliga sanna glädjen att kunna hjälpa, finnas till för andra och be för andra, det är att vara kristen. Många vill inte gå till kyrkan, säger att de har sin Gud och sin tro för sig själv. Det är rätt, man behöver inte komma till kyrkan för att räknas som kristen, så länge man lever sin tro och låter den blomstra och genomsyra sitt liv. Då kan den, genom goda gärningar, ge riklig skörd. Självisk tro, som gör att en upphöjer sig över andra och fyller individen av högmod, är död tro. Men är den uppväckt av Guds heliga ande, av Guds väsen; den villkorslösa kärleken, då spelar ett kyrkobesök mindre roll.  

Hugleiðing mín flutt við "helande messu" í St. Jakobskirkjunni í Stockholm 15.05.2008. 


Sumarið komið í Stokkhólmi

Reyndar er búið að vera kallt þrjá síðustu daga. Eftir hitabylgju í 3 daga með um +25°C og sól, hjakkaðist hitastigið jafnt og þétt niður í þær +12°C sem verma okkur hér í dag, undir skýjuðum himni og hægum andvara. Japönsku kirsuberjatrén hafa fellt blómin og epplatrén og perutrén hafa tekið við með hvítum og beikum blómum. 

Kirsuber i Kungsan

Ég sit hér heima núna og er að velta því fyrir mér hvernig sumarið verði. Hvernig verður sumarið veðurfarslega, fjárhagslega, atvinnulega og skólalega. Ég er enn að bíða eftir svari frá einum skóla sem ég hef aótt um nám við nú í haust.  Ég verð reyndar áfram í meistaranáminu í Uppsala háskóla, en þetta á bara að vera meira svona "hobby". Þetta snýst um magisternám í guðfræði. En ég er ekki búinn að fá neitt svar ennþá, hvort ég hafi komist inn. Það voru víst fleira hundrað umsækjendur. En það þýðir ekki annað en að vera vongóður. Þetta gæti verið svo skemmtilegt nám.

Um þessar mundir er ég að leita að bók sem ég ætla mér að halda áfram að þýða í sumar. Þetta er gömul bók sem mér þykir ósköp vænt um. Hún er fágæti en samt ekki ómöglegt að fá lánaða, bara þarf að fara í millisafnaleiðangur. :)    Bókina langar mig að þýða í lausum stundum í sumar. Ég á helminginn ljósritaðan, en vantar afganginn.  Svo núna er ég að snúast í því að redda mér ljósritum og / eða bara orginal (en sú bókin ku vera afskaplega dýr). Fyrir mörgun árum lukkaðist ég þýða um það bil 1/4 af bókinni. Sú vinna glataðist 2004, en þá er bara byrja upp á nýtt og gera enn betur.

Á laugardag (þjóðhátíðardag Noregs) er ég að fara í próf í Pompeji-kúrsinum mínum. Fornleifafræðin er svo skemmtileg. Kannski maður hefði átt að skella sér í hana bara og gerast fornleifafræðingur?   Nja, einhversstaðar verður maður að hætta þessari akademísku göngu sinni innan skólakerfisins og byrja nota eitthvað af uppsafnaðri þekkingunni.  :)   Ég bara elska að læra. Það er svo gaman.  Lærdómur er lífið, lífið er lærdómur. 


Lessing leið

Doris Lessing fékk nóbelsverðlaunin í bókmenntum nú í desember síðastliðnum. Lengi ver vitað að gengið hafði verið hjá henni og oft til að geta deilt út verðlaununum á það sem Svíarnir kalla "politiskt korrekt sätt" eða samkvæmt öllum reglum um jafnræði og jafna dreifingu. Jæja, núna er Doris bitur heima í sínum slitna sófa. Blekið hefur gengið til þurrðar í pennanum og andagiftin hefur yfirgefið hana. Hún segir það ekki með beinum orðum, en telur það í raun vera "fjandans óheppni" (eins og fréttakonan nefnir það) að hafa fengið svona seint þessi, af flestum, eftirsóttu verðlaun. Gamla 88 ára Doris Lessing vill meina að öll fjölmiðlaumfjöllunin kringum verðlaunin hafi orðið til þess að geta hennar til að skrifa hafi horfið.

Líklega verður það bara gin í tónik sem fyllir hönd hennar í framtíðinni, í stað pennans.

http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=2374&a=768835


"Kom, og tak þér allt vald á jörð"

Dagbókarfærsla hvítasunnu: 

Í gær vaknaði ég mjög tímanlega fyrir langan starfsdag. Ég skyldi vinna í kirkjunni minni og hafði ekki náð að undirbúa allt áður en ég fór heim daginn innan. Í neðanjarðarlestinni var allt á hvolfi, rusl, bjórflöskur, dósir, pappírsrusl og æla út um allt. Ekki beint skemmtileg sýn. Rakinn og kuldinn þarna niðri gerði það þegar að ég þráði að lestin kæmi sem fyrst og ég kæmist fljótlega upp á yfirborð jarðar og nokkrum kílómetrum sunnar í borginni.

Þetta gekk framar óskum. Betlarar að éta "big mac-meny" og eftirlegukindur næturinnar voru að skjögra um á Sergelstorgi og ég setti upp íhuga minn spaugilega mynd af því hvernig það væri ef maður gæti fleygt þessu liði öllu saman í gosbrunninn og séð þetta hyski vakna til lífs...  Hitinn var að aukast og andvarinn ljúfi gerði knappast meira en að strjúka vanga minn.

Blístrandi geng ég mót Jakobsgötunni blístra lagstúfinn við "Guðs kirkja er byggð á bjargi", einn af mínum uppáhalds sálmum. Þann sálm sem ég tel "hinn eina rétta" fyrir hvítasunnudag.  Ég horfi niður mót Jakobskirkjunni og sé hana tignarlega í sínum andans rauða lit, reisa sig upp yfir blómstrandi trén með sinn fallega barokk/rokokkó turn. Víða á kirkjunni sér maður kyndla, höggna í kalkstein, gyllta bak og fyrir....   "Logar andans" hugsaði ég!  Kirkjan, vitnisburður um nærveru heilags anda í 364 ár.

jakobsklitil

Ég opna kirkjuna og fer inn. Einhver í næturgleðinni hefur þó haft sig til kirkjunnar og pissað í eitt hornið á henni. Ég gruna freklega að hann hafi ekki verið einn á ferð aðfararnótt hvítasunnudagsins.

Ég kveiki ljósin í kirkjunni. Geng inn að miðju heilsa, signi mig og byrja eins og venjulega, þegar ég er einn í kirkjunni að humma "Guð, lát þér þóknast að frelsa mig". Í dag finnst mér eins og ég sé ekki einn að svara. Kirkjan, gengnar kynslóðir svara með mér. Ræstitæknirinn hefur verið þarna fyrr um nóttina/morguninn, því gólfin eru skýjuð af raka. Legsteinar með djúpu mynstri halda eftir rakanum betur en þeir flötu og í augntóttum hauskúpu einnar eru tveir pollar sem ræstitækninum hefur sést yfir. Ég kveiki á litla ljósinu á altarinu og byrja að dreifa ljósinu um kirkjuna. Þegar ég er búinn að þessu lýsa um 40 kerti/olíuljós í kirkjunni. Ég næ mér í handska, set þá á mig og tek niður hvítu altarbrúnina og altarisklæðið. Í skúffunni í vesturenda kirkjunnar liggur rautt altarisklæði og einn hvítur altarisdúkur. Ég skipti og þetta lítur svo fínt út. Á laugardaginn höfðum við haft smáfugla í kirkjunni, sem flogið höfðu inn og byrjað að þyrla upp ryki og sóti, sov skipta varð um altarisdúk, eitthvað sem ég ekki vil gera einn, þar sem það er erfitt að gera það sómasamlega á þess að krumpa dúkinn og koma honum rétt fyrir. Dúkarnir undir; neðsti altarisdúkurinn og "svitadúkurinn" eru alltaf á hreyfingu svo þetta er erfitt. Þetta lukkas mér með, og þegar sex stórir silfurstjakar eru komnir á sinn stað kveiki ég olíuljósunum sem í þeim eru. Þetta er fallegt. Humma áfram "Metta oss að morgni með miskunn þínni og náð". 

Ég kann svo vel við að pýssla með þetta á morgnanna, einn og óáreittur. Eftir að hafa gert allt sem gera skal, oppna ég kirkjuna hleypi inn ferskum andvaranum og túristum sem vappað og vafrað hafa um bæinn í von um oppnar dyr einhversstaðar. Þeir verða glaðir og koma inn. Ég fer inn í sakristíuna (skrúðhús) og kveiki á tölvunni. Sæki póstinn sem ég hafði sent mér sjálfum og prenta út stutta hugleiðingu. Ég hafði verið beðinn að hafa morgunandakt og ég tek að undirbúa hana. Tek fram höfuðlín, ölbu, rauða stólu og hökul, linda og skó.  Kaleikurinn, karafla og patína allt á sínum stað.  Hálf flaska af gömlu Madeira. Michael organisti kemur, glaður eins og venjulega...  hann hefur alltaf eitthvað skemmtilegt að segja.  Tíminn líður, klukka 3 hringir stutta stund. Við gerum okkur klára og förum yfir sálmanna.  Það er gaman að vinna með þessum organista. Klukka 2 hringir og við förum fram hann hverfur einhversstaðar inn í orgelið og ég fer og heilsa upp á fólk. Það er ekki venja hér að óska gleðilegrar hvítasunnu, en ég geri það af gömlum vana. Fólki finnst þetta soldið fyndið en viðkunnanlegt.  Ég heyri að mótorinn við klukku 1 byrjar að erfiða við að mjaka 4,2 tonna klukkunni á hreyfingu - eftir um 20 sekúndur heyri ég klíng-klog-klíng ört og títt en svo kemst klukkan á hægari og jafnari hringingu. Messan tekur sinn tíma í tímalausu rýminu. Sálmar og bænir, textar og útlegging. Við sækjum styrk, lausn og endurnýjaðan anda og göngum mót austri. Stutt markviss pílagrímsganga að borði Drottins.

Loks tekur messan sinn sýnilega enda og og kirkjufólkið kveður.  Ég legg rauða hökulinn yfir gráðurnar og geng mót dyrunum. Út í brennheitan sumardaginn fer fólkið og sumir halda hönd fyrir augu. Sólin er stingandi og mollan sem á miðjarðarhafssumardegi.  "Andann þinn helga, sem allt gjörir nýtt,/ ómælt þú sendir og gefur. / Opna þú hjörtun og auk oss trú,/ eilífi frelsari, bænheyr þú."  Stuttu síðar fara að koma að kirkjunni kirkjugestir til eistneskrar guðsþjónustu.  Dagurinn silast áfram, kyrkjurýmið fyllist af röddum fólks, tónlist og lykt af brennandi kertum og olíu.  Ég sit smá stund og íhuga daginn, hvað gerst hefur, hvað ég hef verið að gera á hvítasunnu svo lengi sem ég minnist. Ég horfi á gamalt olíuljós, einskonar "Alladín lampa" sem brennur í skírnarkapellunni. Hann sótar talsvert og ég hugsa mér að kanski þyrlast upp bænir okkar og stíga til himins eins og sótið og hitamistrið frá þessum lampa. Skugginn af sóti og hita endurkastast á vegg kirkjunnar og mér finnst andrúmsloftið fyllast heilagleika, hinu ósýnilega heilaga, hinu virka heilaga og hinu starfandi heilaga. 

 


Hvað er kirkja?

Kirkjan á afmæli á morgun, ekki íslenska þjóðkirkjan, heldur heimskristnin sjálf. Á morgun minnumst við þess að heilagur andi kom yfir lærisveina Krists og þeir töluðu tungum - atburður sem markar upphaf kirkjulegs starfs. Kirkjan byrjar, upp frá þessum atburði, að skipuleggja sig í starfseiningar og ólíkir söfnuður taka að starfa í mismunandi löndum. Hver söfnuður tekur sér það verkefni að hittast á helgidögum, útdeila sakramentunum, boða kristna trú innan sem utan safnaðar og vera boðberendur kærleika Guðs, í verki.

Þetta er stórtséð það sem við erum að fagna á morgun. ENn kirkjuskilningur nutímafólks er afskaplega einhæfur. Í fyrstu voru djáknar, prestar, biskupar kallaðir til þjónustu í söfnuðunum. Þeir voru jafningjar fólksins, en höfðu hlutverki að gegna innan safnaðarins, rétt eins og í stórum fyrirtækjum. Þessir voru virtir og upphafðir vegna þess að þeir/þær störfuðu í nafni kærleikans, í nafni Guðs. Hver og einn hafði ákveðið hlutverk; kærleiksþjónustu, prédikunar/trúboðsþjónustu og tilsjónarþjónustu. Allir voru þau jafnir fyrir Guði.

Sýnin á hvað var kirkja breyttist svo þegar fram leið og þrjár "kirkjur" urðu veruleiki í daglegu tali: 

1) Kirkjan sem samfélag skírðra, samfélag hinna heilögu Guðs, kirkja hinna lifandi steina. Guðfræðilegt hugtak um lifandi steina sem við byggjum kirkjuna sem hugmynd af. Hornsteinnin er Kristur, og hver og einn einstaklingur er steinn í kirkjubyggingunni, hver og einn kristinn einstaklingur.

2) Kirkjan sem hús af forgengilegu efni, kirkja sem hús, hús sem stendur mitt í bænum okkar, eða á góðum stað í sveitinni okkar. Húsið sem við sem heilagt samfélag förum til og eigum sameiginlegar stundir í trúnni.

3) Kirkjan sem stofnun. Kirkjan (1) hefur alltaf þurft á leiðbeiningu að halda. Kirkjan er lifandi, hreyfanleg og byggð upp af fólki. Hún er lifandi á öllum tímum og hið prédikaða orð er predikað af lifandi fólki á hverjum tíma, þannig að kirkjan er  og á að vera "up to date". Kirkjan sem stofunum er fyrirbæri sem oft hefur misbeitt valdi sínu og gerir víða enn í dag. Stjórnmálalega og mót einstaklingum. Kirkjunni er stýrt af fólki og þess vegna má oft búast við að hún geti farið af kúrs sínum og tapað stefnunni. Þetta hefur gerst oft í veraldarsögunni og gerist enn.

Orð sálmaskáldsins Friðriks Friðrikssonar eiga við í dag, aðfangadag hvítasunnu: "Þú, kirkja Guðs, í stofmi stödd,/ ó, stýrðu beint í lífsins höfn,/ og hræðslu' ei manna meinráð köld/ né mótbyr þann, er blæs um dröfn." (Ísl.sálmb. 290:1)

Koma menn og koma dagar, en allt er fallvaltleikanum háð um leið og Guðs orð stendur ævinlega. Það er hryggilegt að sjá, kirkjuna í dag. Heimskirkjurnar lifa í ósátt við hvora aðra. Deilur og ósætti ríkir innra með hverri og einni og víða hafa "kirkjur" feysknað svo að aðeins ytra byrðið stendur af sjálfu sér án stuðnings innviðanna.

Ég fékk hugmynd í fyrradag eftir að hafa verið í mikilvægu samtali með trúarleiðtoga einum í Svíþjóð. Hugmyndin er svona:  Að prestar kirkjunnar, starfsfólk allra kirkna og safnaðarfólk komi saman við sóknarkirkju sína og biðji. Biðji um kærleika, biðji um fyrirgefningu, biðji um mannréttindi, biðji um leiðréttingu á því sem miður hefur farið, biðji fyrir hvort öðru, biðji um umburðarlyndi. Þetta yrði sannleikans stund. Enginn verður dreginn fyrir dómstól, enginn smáður, enginn lítillækkaður. Hér verði Heilagur andi beðinn að stíga niður og umvefja allt í kærleika Guðs. Hér er stund fyrirgefningarinnar. Fyrirgefi maður einhverjum eitthvað, þá er honum fyrirgefið það.

Við þurfum að byrja upp á nýtt!  Kirkjan, söfnuðirnir, fólkið sem á einhvern hátt hefur orðið ósátt....  Fólkið sem lent hefur í skilningslausum presti, fólk sem hefur verið skilningslaust fyrir aðstæðum og orðum presta. Hér við svona stund sem ég nefndi, á við að koma saman undir merkjum kærleika og fyrirgefningar. Reiðin er til þess fallin að sleppa inn óhamingju og vanlíðan.  Treysti einhver sér til að fyrirgefa og taka það stóra skref, þá geri hann/hún það og njóti léttis og þeirrar andlegu hvíldar sem slíkt veitir. Þetta á við um alla, háa sem lága, gamla sem unga, í starfi eða án starfs, í embætti sem án embættis. Eftir þessa stund göngum við svo með hinum til messu og tökum á móti fyrirgefningu Guðs.

Jæja, hugleiðingar á laugardagsmorgni. Ég er bara búinn að upplifa svo andstyggilega hluti núna síðustu vikurnar, andstyggileg viðbrögð "aðila" sem ég hélt að tryði á líf og fyrirgefningu. Aðila sem leitast hefur ákveðið í krafti styrks síns og áhrifa að bregða fæti fyrir mig.  Ég fyrirgef, ég bið og ég bíð.   Veni, sancte spiritus!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband