Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Líbýa

Með hverjum degi heyrum við af atburðum þeim sem skaka arabaheiminn.  Íbúar landa Norður-Afríku hafa risið upp gegn einræðisherrum sínum og leitast við að sýna samstöðu um að krefjast breyttra stjórnarhátta, nýrra stjórnenda, réttlátara stjórnkerfis og burthreinsun spillingarinnar sem þryfist hefur svo vel í þessum löndum. 

Þetta hefur allt gerst á svo skömmum tíma að erfitt hefur verið að átta sig á umfangi þessara atburða.  Túnis, Líbýa, Egyptaland hafa þegar fengið sinn skerf af blóðsúthellingum þar sem ráðamenn reyna halda völdum mót vilja fólksins. 

Spurningin er viðkvæm, en hvað gerist núna?   Þegar búið er að hrekja forsetana frá völdum - hverjir munu þá setjast í stóla þeirra; í hina heitu stóla valds, auðæfa og ótrúlegra áhrifa.  Bara með að auka eða loka fyrir olíuframleiðslu, geta þessir menn haft stóráhrif á líf meirihluta heimsbyggðarinnar og breytt forsendum efnahagslífsins á veraldarvísu.  Spurningin er hverjir munu taka völdin í þessum löndum?  Ein helsta ógnin er að Arababræðralagið (The Society of the Muslim Brothers) muni ná völdum í þessum löndum, og þar með gera Sharia-lögin að gildandi lagabókstaf í téðum löndum með því öllu sem því tilheyrir og fylgir.

Ljóst er að það yrði skelfilegt fyrir aðrar trúarhreyfingar í þessum löndum. Einir öfgarnir myndu þá leysa hina fyrri af hólmi.  Á Vesturlöndunum er rætt um að þessi lönd í Norður Afriku og síðan restin af arabalöndunum þurfi að taka upp lýðræðislegri stjórnarhætti.

En hvernig förum við að?  Hvernig innleiðir maður lýðræði í landi sem aldrei hefur haft neina lýðræðishefð - aldrei?  Hvernig förum við að?  Að kjósa nýtt þing í einu af þessum löndum á fjögurra ára fresti er ekki svo sjálfsagt eins og við höldum á Vesturlöndum. Tímaskyn fólks i arabalöndunum er annað en okkar hér í Evrópu.  Að byggja upp vestrænt lýðræði i arabalandi er óhugsandi ef við skiljum ekki hvernig þeir hugsa i þessum löndum, óhugsandi vegna þess að lýðræði í einu landi er ekki skilið á sama hátt og lýðræði í öðru landi.   Spurningin er:  Höfum við á Vesturlöndunum gert lexíu okkar í sambandi við arabaheiminn?   Skiljum við hvað gildir þar, hvernig þeir hugsa, hvaða lífssýn þeir hafa og hvað það er sem myndi geta gagnast þar - í hvaða form af lýðræði myndi virka?

Nei því miður ekki.   Við höfum margt ólært í sambandi við ástandið í arabaheiminum og hvað yfirleitt fungerar þar. 

Áður en við hlökkum yfir falli eins einræðisherra, verum ALVARLEGA VISS UM AÐ VIÐ VITUM HVAÐ TEKUR VIÐ. Þessar þjóðir geta verið að fara úr öskunni í eldinn.

 

Nota bene: Nafn landsins er Líbýa EKKI Líbía.  


mbl.is Gaddafi mun deyja eins og Hitler
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband