Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

Ný grunnskólalög í Svíþjóð

Það setu að mér skrýtin tilfinning nú þegar ég sit og er að lesa nýju sænsku grunnskólalögin. Já! Hér í Svíþjóð hafa nýlega tekið gildi ný grunnskólalög. Til staðfestingar á því að Svíar eru "trúlausir" - að trúa má, hefur nú verið staðfest í lagatexta hlutleysi - og ábrygðarleysi ríkisvaldsins gegnvart trúar- og menningarmenntun í landinu. 

Í kirkjunni minni hefur öllum grunnskólabörnum í prestakallinu mínu verið boðið að koma til kirkjunnar á "aðventuleikrit" og á páskum til "påskvandringar" og leikskólabörnunum hefur sömuleiðis verið boðið að koma til "krubbvisning" - eða vöggusýningar (þar sem með brúðum, söng, leikrænum tilburðum og þátttöku barnanna farið hefur verið i gegnum sögu jólanna).

Kirkjan hefur í gegnum árin verið fullsetin þær 13 sýningar sem við höfum haft við hverja þessara sýninga. Núna hafa skólarnir dregið sig út og öll aðventuleikrit og "vöggusýningar" féllu niður.

Það er skrýtið að búa í samfélagi sem er GENGUMSÝRT af kristnum gildum og sem hefur verið það frá 1100: lagsetningin er kristin, sagan er kristin, manneskjusýnin og manngildið er kristið, stjórnarskráin er kristin ... en samt fær maður ekki að tala um kristindóm í samfélaginu - ef maður tileinkar ekki öðrum trúarbrögðum jafn mikinn tíma í sömu andrá! KLIKKAÐ!

KK-jesus_graffito

Hættum að ögra Írönum

Það hefur lengi verið hluti af áætlunum Bandaríkjamanna að komast með lúkurnar í olíuforða Írans. Það vita allir.  Núna beita þeir fyrir séð ályktunum Sameinuðu þjóðanna til að komast nær takmarki sínu.  

Meðan norður Evrópa er að vinna að því að fullnýta vinkraft, vatnskraft og kjarnorku - eru Bandaríkjamenn og þróunarlönd heimsins enn að nýta olíu rétt eins og þessi lönd gerðu fyrir 30 árum síðan.  Ef Bandaríkjamönnum væri gert að greiða bensínverð líkt og gerist í t.d Evrópu - myndi innan 3 mánaða vera gerð bylting i Bandaríkjunum. 

Það er óþefur af ályktunum Sameinuðu þjóðanna.  Mitt mat er að við eigum EKKI að ögra Írönsku þjóðinni. Þetta er fólk sem þegar á mjög erfitt. Að byrja þrengja að Íran á alþjóðavettangi, gengum viðskiptabönn og þvílíkt leiðir bara til aukinnar örbyrgðar hjá fólkinu sjálfu.  Stjórnendur sjá alltaf til að hafa það fínt - sama gildir um herinn. 

Einn vís maður sagði:  Það er betra að eiga óvin sem maður þekkir, en að velta honum og fá einhvern sem við ekki þekkjum.  Hvað gerist í Líbýu, Egyptalandi? (Ghaddaffi och Mubarak).  Við vissum hvað við höfðum, en í dag vitum við ekkert hvað gerist - kannski fá þessi löng sharia-lög, enda virðast uppreisnir i arabalöndunum leiða oftast til trúarofstækis þar sem hagur fólksins er svo bágur.


mbl.is Sendinefnd SÞ aftur til Írans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband