Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2015

Stoltir Íslendingar

Það er nú svo að fréttir af stjórnmálum Íslands og frægðarförum Íslendinga erlendis í stjórnmálasamhengi eru ekki alltaf til þess fallnar að vekja stolt landans hið ytra.  Við sem búum hér ytra (í mínu tilfelli í Svíþjóð) lesum oft með vissum trega og sorg fréttir af samfélagsmálum og þróun mála á Íslandi.  Grunnhyggni og eybyggjaháttur landsmanna er oft til þess fallinn (séð með augum okkar hér ytra) að vekja hryggð - og oft setur mann hljóðan yfir vitleysunni og skammsýninni heima á Íslandi.   

En núna - erum við alveg að brjálast af stolti yfir Eygló Ósk Gústafsdóttur og Hrafnhildi Lúthersdóttur.   Hvílíkur frábær árangur á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi.   Frábært!   Til hamingju með þann árangur sem náðst hefur þegar þetta er ritað!   


mbl.is Metin féllu og Eygló og Hrafnhildur í undanúrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velkomin i heiminn!

Nú það er bara að bjóða krílið velkomið í heiminn.    smile


mbl.is Fæddist á almenningsklósetti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband